Skip to main content
search

Vorferð starfsfólks Jaðars

Starfsfólk Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars fór í vorferð miðvikudaginn 30. maí s.l.  Farið var í íshellinn á Langjökli og síðan í náttúrulaugarnar í Kraumu við Deildartunguhver.  Ferðin var frábær í alla staði og var fólk endurnært á sál og líkama við heimkomuna.