Skip to main content
search

Vortónleikar Tónlistarskóla Snæfellsbæjar

Frá tónleikum Tónlistarskólans árið 2014. Ljósmynd: Snæfellsbær.

Vortónleikar Tónlistarskóla Snæfellsbæjar eru haldnir í Ólafsvík í þessari viku og á Lýsuhóli í næstu viku.

Mánudag, þriðjudag og miðvikudag í þessari viku hefjast vortónleikar kl. 17:00 í Félagsheimilinu Klifi. Á mánudag eru vortónleikar nemenda, á þriðjudegi verða tónleikar yngri deildar og á miðvikudaginn verða tónleikar fullorðinna nemenda. 

Miðvikudaginn 19. maí verða svo vortónleikar í Lýsuhólsskóla.

Það er okkur mikil ánægja að geta loksins haft tónleika þott með takmörkunum sé vegna sóttvarnareglna.

Við óskum öllum gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn.

Tónlistarskóli Snæfellsbæjar.