Umhverfisstofnun auglýsir landvarðarnámskeið 2019
03.01.2019 |
Fréttir
Landvarðarnámskeið Umhverfisstofnunar verður haldið í febrúar 2019. Námskeiðið spannar 110 kennslustundir sem raðast niður á 4 vikur. Það hefst 31. janúar og lýkur 24. febrúar.
Í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli starfa nú þrír einstaklingar allt árið um kring, auk þess sem ráðið er í nokkur sumarstörf ár hvert. Ganga nemendur sem ljúka landvarðarnámskeiði fyrir um landvarðastörf í þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum um land allt.
Nánar má lesa um námskeiðið á vef Umhverfisstofnunar. Frekari upplýsingar um námskeiðið gefur Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, í síma 591 2000 eða á netfanginu kristinosk@ust.is