Skip to main content
search

Störf við grunnskólann

22/05/2018maí 28th, 2018Laus störf

Grunnskóli Snæfellsbæjar er heilsueflandi grunnskóli sem hlotið hefur umhverfisvottunina Grænfánann. Í skólanum eru um 250 nemendur og óskar samheldinn og öflugur hópur starfsmanna eftir vinnufélögum.

Eftirtalin störf eru laus til umsóknar við Grunnskóla Snæfellsbæjar:

  • Aðstoðarmaður matráðs í 75% starfi í Ólafsvík
  • Skólaliði í 50% starfi á Hellissandi

Starfsvið aðstoðarmanns matráðs

  • Aðstoð við matargerð
  • Leysa matráð af í veikindum og fríum
  • Frágangur og þrif
  • Önnur tilfallandi verkefni

Starfsvið skólaliða

  • Annast frímínútnagæslu, aðstoða- og undirbýr matar- og neyslutíma
  • Annast ræstingar, frágang og þrif
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfnikröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð kunnátta í íslensku er skilyrði

Borgað er samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga.

Umsóknarfrestur er til 7. júní 2018.
Hægt er að nálgast umsókn hér.

Upplýsingar veitir Hilmar Már Arason, skólastjóri, í síma 894 9903 og umsóknir skal senda til skólastjóra í tölvupósti (hilmara@gsnb.is).