Skip to main content
search

Dagur leikskólans 6. febrúar – foreldrakaffi

Í tilefni dags leikskólans þann 6. febrúar er fjölskyldum leikskólabarna á Kríubóli og Krílakoti boðið í morgunkaffi á leikskólanum á milli klukkan 8 og 9. Foreldrar mæta þá með börnum í sinn leikskóla þar sem hægt verður að kynna sér starfið og eiga góða stund með börnunum.

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í tólfta sinn í ár, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Hlökkum til að sjá sem flesta foreldra í morgunkaffi.

Börn og starfsfólk í leikskóla Snæfellsbæjar.