Ljósmyndasamkeppni Snæfellsbæjar

Í tilefni sumars og hækkandi sólar efndi Snæfellsbær til ljósmyndasamkeppni í fyrsta sinn. Viðtökurnar voru afar góðar en 145 ljósmyndir bárust frá tæplega fimmtíu ljósmyndurum.

Þemað var sumar í Snæfellsbæ og gafst ljósmyndurum tækifæri til að senda inn myndir frá 1. maí til og með 31. júlí.

Menningarnefnd Snæfellsbæjar hélt utan um verkefnið ásamt markaðs- og upplýsingafulltrúa. Í dómnefnd voru ljósmyndararnir Ragnar Axelsson og Páll Stefánsson.

Hér að neðan má sjá allar myndir.