Upplýsingamiðstöð

Upplýsingamiðstöðin í Snæfellsbæ er staðsett í hjarta Ólafsvíkur, nánar tiltekið í Átthagastofu Snæfellsbæjar, við Kirkjutún 2. Í upplýsingamiðstöðinni er veitt ráðgjöf fyrir ferðamenn og upplýst hvað er í boði á svæðinu, bæklingum dreift og aðgangur veittur að interneti, salerni o.s.frv. 

Það er góð aðstaða til að setjast niður og skipuleggja næstu skref með hjálp starfsfólksins og því tilvalinn staður til að skipuleggja dvöl á Snæfellsnesi.

Í húsinu er starfsstöð Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands á Snæfellsnesi einnig til húsa ásamt því sem listasýningar eru haldnar með reglulegu millibili.