Félagsheimili

Í Snæfellsbæ eru þrjú félagsheimili og frekari upplýsingar er að finna um hvert þeirra hér að neðan.

Félagsheimilið Klif

Félagsheimilið Klif er eitt glæsilegasta félagsheimili landsins. Húsið býður upp á fjölmarga möguleika fyrir hin ýmsu tilefni s.s. ráðstefnur, ættarmót, leiksýningar, tónleika, dansleiki og fl.

Í félagsheimilinu eru fjórir salir:

– Stór salur með sviði.
– Lítill kaffi salur sem hægt er að samnýta með stóra salnum.
– Hliðarsalur sem er t.d. upplagður fyrir funda- og félagastarfsemi.
–  Meðalstór salur á efri hæð aðskilinn hinum en þar er einnig aðstaða fyrir lifandi tónlist. Öllum sölum fylgir bar.

Í félagsheimilinu er kvikmyndasýningarvél og er reglulega boðið upp á kvikmyndasýningar.

Umsjónarmaður Klifs er:

Guðrún Þórðardóttir
Brautarholti 20, 355 Snæfellsbær
Sími: 847-7850

Félagsheimilið Röst

Félagsheimilið Röst er lítið, fallegt félagsheimili staðsett í hjarta Hellissands. Húsið hentar vel fyrir árshátíðir, veislur, tónleika og aðrar samkomur.

Í félagsheimilinu eru tveir salir:

– Stór salur með sviði.
 Minni salur sem hægt er að samnýta með stóra salnum en er einnig kjörinn fyrir fundarhöld eða litla veislur.
Báðum sölunum fylgir bar.

Umsjónarmaður Rastar er:

Guðrún Þórðardóttir
Brautarholti 20, 355 Snæfellsbær
Sími: 847-7850

Félagsheimilið á Lýsuhóli

Félagsheimilið á Lýsuhóli er lítið og huggulegt og stendur samfast Lýsuhólsskóla.

Í félagsheimilinu eru tveir salir:
 Stór salur með sviði, sem einnig er notaður sem íþróttasalur.
 Minni salur sem er hægt er að nota til fundarhalda eða fyrir minni samkomur.

Umsjónarmaður Félagsheimilisins á Lýsuhóli er:
Sigrún H. Guðmundsdóttir
Kálfárvöllum, 365 Snæfellsbær
Sími: 896-4574
Netfang: sigrung@vortex.is