
Snæfellsbær hefur opnað samvinnurými í Röstinni á Hellissandi sem hentar einyrkjum, námsmönnum, fyrirtækjum og einstaklingum sem sækjast eftir störfum án staðsetninga fullkomlega.
Í Röstinni eru tólf borð, tvær lokaðar skrifstofur og tvö opin rými, netsamband eins og best verður á kosið, góður skrifstofubúnaður og auðvitað ljómandi fín kaffivél.
Aðstaðan í Röstinni er til fyrirmyndar og hægt að leigja borð í lengri og skemmri tíma.
Innifalið í leigu:
- Hækkanlegt skrifborð
- Góður skrifborðsstóll
- Hilla og hirslur
- Aðgengi að fundarherbergi
- Nettenging
- Prentari og skanni
- Eldhús og kaffiaðstaða
- Þrif
Til upplýsingar:
Röstin er við Snæfellsás 2 á Hellissandi.
Upplýsingar veitir Heimir Berg Vilhjálmsson, markaðs- og upplýsingafulltrúi Snæfellsbæjar.
Hægt er að senda honum tölvupóst með því að smella hér.
Menning
- Bókasafn
- Byggðasafn
- Bæjarblaðið Jökull
- Bæjarhátíðir
- Félagsheimili
- Kórar í Snæfellsbæ
- Pakkhús
- Samvinnurými í Röstinni
- Sjóminjasafn