Dýralíf

Fuglalíf er afar fjölbreytt í Snæfellsbæ og hefur eitt stærsta kríuvarp landsins, og þótt víðar væri leitað, lengi verið á svæðinu milli Hellissands og Rifs. Víða í Snæfellsbæ er kjöraðstaða til fugla skoðunar og við Rif hefur verið komið upp sérstöku fuglaskoðunarskýli. Meðfram strandlengju Snæfellsbæjar, svo sem í Staðarsveit, á Hellnum, Malarrifi og Öndverðarnesi sést oft til sela, háhyrninga og annarra hvalategunda. Einu villtu landdýrin eru refir, sem voru hér þegar land byggðist, og minkar, en sá stofn á rætur sínar að rekja til dýra sem voru flutt inn til landsins um miðja síðustu öld.

Snæfellsbær

  • Um Snæfellsbæ
  • Umhverfismál
  • Fiskveiðar
  • Ferðaþjónusta
  • Þjóðgarðurinn
  • Dýralíf
  • Þjónusta
  • Menntun
  • Íþróttir
  • Tómstundariðja
  • Hátíðahöld
  • Kirkjur