Ferðaþjónusta

Ferðaþjónusta í Snæfellsbæ hefur á undanförnum áratugum vaxið mjög sem atvinnugrein. Ferðamenn sækja í stórbrotna náttúru, hinn ægifagra Snæfellsjökul, í gönguferðir um hin víðfeðmu hraun og ýmsar eldstöðvar, í magnaða strandlengjuna þar sem skiptast á þverhnípt björg og strandir ýmist með svörtum og gráum steinum eða ljósum sandi.

Eftirsótt er líka að skoða ýmsar minjar í nágrenni Gufuskála, minjar um útgerð við Djúpalón og Dritvík og hina ýmsu hella í kringum Jökulinn.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður 28. júní árið 2001 og nær yfir um 170 km2 svæði innan marka Snæfellsbæjar. Miðja hans og eitt helsta aðdráttarafl er sjálfur Snæfellsjökull, en þjóðgarðurinn er sá eini á landinu sem nær að sjó. Auk stórbrotins landslags og hella eins og Vatnshellis, Sönghellis og Vegmannahellis er þar að finna minjar um búsetu og verbúðir fyrri alda, sögusvið Bárðar sögu Snæfellsáss og kennileiti sem tengjast henni. Margar merktar gönguleiðir liggja um þjóðgarðinn og er hægt að finna upplýsingar um þær og margt fleira í Gestastofu hans, sem opin er allt árið.

Gestastofa Þjóðgarðsins á Malarrifi

Snæfellsbær

  • Um Snæfellsbæ
  • Umhverfismál
  • Fiskveiðar
  • Ferðaþjónusta
  • Þjóðgarðurinn
  • Dýralíf
  • Þjónusta
  • Menntun
  • Íþróttir
  • Tómstundariðja
  • Hátíðahöld
  • Kirkjur