Fiskveiðar

Fiskveiðar hafa verið stór þáttur í atvinnulífinu á Snæfellsnesi, allt frá því land byggðist. Til forna voru útgerðarstaðirnir dreifðir um allt utanvert Snæfellsnes og má víða sjá minjar um fornar verstöðvar. Einna þekktastar voru verstöðvarnar við Gufuskála og í Dritvík. Við Djúpalón, á leið til Dritvíkur, er enn að finna steinatökin sem menn þurftu að valda til að tryggja sér pláss á bátum hér áður fyrr. Það gerðu bara afreksmenn því sá þyngsti er 154 kg.

Í dag starfa mörg öflug útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Snæfellsbæ og hafnir eru á Rifi, í Ólafsvík og á Arnarstapa. Sem fyrr er skammt að sækja á einhver gjöfulustu fiskimið við Íslandsstrendur.

Snæfellsbær

  • Um Snæfellsbæ
  • Umhverfismál
  • Fiskveiðar
  • Ferðaþjónusta
  • Þjóðgarðurinn
  • Dýralíf
  • Þjónusta
  • Menntun
  • Íþróttir
  • Tómstundariðja
  • Hátíðahöld
  • Kirkjur