Íþróttir í Snæfellsbæ

Á undanförnum áratugum hefur íþróttalíf eflst mikið í Snæfellsbæ. Má meðal annars rekja aukinn áhuga til nýlegs íþróttahúss í Ólafsvík og endurbættrar aðstöðu við sundlaugina þar. Knattspyrnulið meistaraflokks Víkings, bæði í karla- og kvennaflokki, hafa náð góðum árangri, en öflugt unglingastarf hefur skilað íþróttafólki inn í landslið í nokkrum íþróttagreinum. Yngsta fólkið stundar fjölbreyttar íþróttir af kappi, eldra fólkið stundar sund leikfimi og fleiri tómstundir og þeir allra hörðustu stunda sjósund í Atlantshafinu.

Snæfellsbær

 • Um Snæfellsbæ
 • Umhverfismál
 • Fiskveiðar
 • Ferðaþjónusta
 • Þjóðgarðurinn
 • Dýralíf
 • Þjónusta
 • Menntun
 • Íþróttir
 • Tómstundariðja
 • Hátíðahöld
 • Kirkjur