Lögð er áhersla á metnaðarfullt og lifandi skólastarf í Snæfellsbæ, meðal annars með átthagafræði. Í sveitarfélaginu er einn grunnskóli með þrjár starfsstöðvar, í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsuhóli en sú síðastnefnda þjónar börnum í dreifbýlinu. Einnig er leikskóli í sveitarfélaginu, með tvær starfsstöðvar, Kríuból á Hellissandi og Krílakot í Ólafsvík. Leikskólasel er starfrækt í tengslum við skólann á Lýsuhóli. Skólinn á Lýsuhóli var frumkvöðull í umhverfisstarfi innan skólanna og fyrstur til að fá Grænfánavottun.
Í dag eru allir skólar sveitarfélagsins með Grænfána vottun og innan þeirra er unnið öflugt umhverfisstarf.
Nánari upplýsingar um skóla:
Snæfellsbær
- Um Snæfellsbæ
- Umhverfismál
- Fiskveiðar
- Ferðaþjónusta
- Þjóðgarðurinn
- Dýralíf
- Þjónusta
- Menntun
- Íþróttir
- Tómstundariðja
- Hátíðahöld
- Kirkjur