Íbúar Snæfellsbæjar eru duglegir við að gera sér glaðan dag og leika sér, sama á hvaða aldri þeir eru. Sundíþróttin er í heiðri höfð og ungir sem aldnir njóta þess að sundlaugar eru í Ólafsvík og á Lýsuhóli, en þar er mjög vinsæl náttúrulaug.
Hjólreiðar og hjólreiðakeppnir, gönguferðir, þorrablót, dansleikir, kórastarf og ýmis konar félagsstarfsemi blómstrar, með virkri þátttöku þeirra sem í bæjarfélaginu búa. Hið vinsæla Snæfellsjökulhlaup, krefjandi og skemmtilegt hlaup yfir Jökulháls frá Arnarstapa yfir í Ólafsvík, er alltaf haldið fyrstu helgina í júlí.
Í Snæfellsbæ er jafnframt rekið atvinnumannaleikhús í Frystiklefanum á Rifi og þar eru reglulega settar upp nýjar sýningar sem laða til sín áhorfendur víða að.
Snæfellsbær
- Um Snæfellsbæ
- Umhverfismál
- Fiskveiðar
- Ferðaþjónusta
- Þjóðgarðurinn
- Dýralíf
- Þjónusta
- Menntun
- Íþróttir
- Tómstundariðja
- Hátíðahöld
- Kirkjur