Snæfellsbær rekur tvö tjaldsvæði; eitt í Ólafsvík og eitt á Hellissandi.
Tjaldsvæðið á Hellissandi er staðsett rétt fyrir utan þorpið í einni af mörgum náttúruperlum Snæfellsbæjar, Sandahrauni. Tjaldstæðið er vel merkt við Útnesveg, þaðan er keyrt stuttan spöl inn í hraunið. Gott útsýni er frá tjaldstæðinu yfir Krossavíkina og út á hafið, Gufuskálastöngin stendur á sínum stað og þegar litið er um öxl blasir við manni tignarlegur Snæfellsjökullinn. Á svæðinu er einnig leikvöllur fyrir börn.
Tjaldstæðið í Ólafsvík er staðsett neðst í fallegri hlíð við útjaðar bæjarins að austanverðu, við Hvalsá. Tjaldstæðið er vel merkt og sést greinilega við veginn. Á sumrin skín sólin í hlíðina allan daginn og er þaðan gott útsýni yfir dalinn. Á svæðinu er einnig smá leikvöllur fyrir börn.
Hægt er að greiða fyrir tjaldsvæðin í upplýsingamiðstöð Snæfellsbæjar að Kirkjutúni 2 í Ólafsvík. Þá er einnig hægt að greiða tjaldverði á tjaldsvæðunum.
Útivist
- Þjóðgarðurinn
- Svæðisgarðurinn
- Tjaldsvæði