Bæjarstjóri

Kristinn Jónasson fæddist þann 30. september 1965 á Þingeyri og er þar uppalinn ásamt fjórum systkinum. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 1985, lauk svo rekstrarfræðiprófi frá Samvinnuháskólanum betur þekktur sem Viðskiptaháskólinn á Bifröst árið 1992. Eftir útskrift lá leið Kristins aftur á heimaslóðir þar sem hann starfaði sem fjármálastjóri Kaupfélags Dýrfirðinga og Fáfnis frá 1993-1995. Þá fluttist hann á Hellissand og starfaði sem fjármálastjóri Hraðfrystihúss Hellissands frá 1995-1998. Árið 1998 varð hann bæjarstjóri Snæfellsbæjar og hefur starfað sem slíkur síðan. Kristinn er kvæntur Helgu Valdísi Guðjónsdóttur sem einnig er rekstrarfræðingur frá Bifröst og saman eiga þau tvö börn, Thelmu og Kristinn Jökul.

Netfang bæjarstjóra er kristinn@snb.is

Það er óþarfi að panta sérstakan viðtalstíma, bæjarstjóri spjallar við þá sem mæta á skrifstofuna ef hann hefur tíma.  Ef nauðsynlegt er að ná á hann borgar sig að hringja á undan sér í síma 433-6900 og panta viðtalstíma.

Laun bæjarstjóra

Bæjarstjórn