Atvinnuveganefnd Snæfellsbæjar
1. fundur
12. október 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 17:00 – 18:10.
Fundinn sátu: Eiríkur Böðvar Rúnarsson, Lilja Hrund Jóhannsdóttir, Patryk Zolobow, Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Tinna Ýr Gunnarsdóttir.
Fundargerð ritaði:
Dagskrá:
1. Kosning formanns, varaformanns og ritara.
Til formanns var kosinn Eiríkur Böðvar Rúnarsson, samþykkt samhljóða.
Til varaformanns var kosin Tinna Ýr Gunnarsdóttir, samþykkt samhljóða.
Til ritara var kosin Sigurbjörg Jóhannesdóttir, samþykkt samhljóða.
2. Hlutverk nefndarinnar, umræður
Við yfirlestur erindisbréfsins kom í ljós að það er komið til ára sinna og þyrfti að yfirfara. Heimir Berg er í starfi markaðsstjóra Snæfellsbæjar og einhver af hlutverkum nefndarinnar falla nú undir hans starfssvið.
3. Staða atvinnumála í Snæfellsbæ, umræður
Vöntun á fólki í Snæfellsbæ. Það vantar fólk til vinnu hjá hinu opinbera og hjá einkaaðilum. Grunnþjónusta í sveitarfélaginu þarf að vera í lagi svo að fólk vilji sækja hingað.
Hvernig getum við fengið nýtt fólk ef það er ekki pláss fyrir börn á leikskólum Snæfellsbæjar? Er það eitthvað sem þarf að fara í áður en hægt er að auglýsa sveitarfélagið.
Læknaleysi í Snæfellsbæ er ekki boðlegt. Eitthvað þarf að gera í málunum.
Hluti af ferðaþjónustu á svæðinu er lausn á salernisaðstöðu bæði á Arnarstapa og öðrum áningarstöðum. Heilsársaðgangur að salerni er mikilvægur nú þegar ferðamenn eru á ferðinni allt árið.
3. Önnur mál
Auglýsa mætti bæjarfélagið betur svo að meira af fólki sæki hingað. Auka má auglýsingar frá sveitarfélagi í sjónvarpi, samfélagsmiðlum og öðrum fjölmiðlum.