Fundargerð bæjarráðs
293. fundur
29. desember 2017 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 12:00 – 13:27

Fundinn sátu: Kristjana Hermannsdóttir, Júníana B. Óttarsdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Fundargerðir 157., 158. og 159. fundar menningarnefndar, dags. 13. nóvember, 7. og 12. desember.

Bæjarráð óskar eftir því að fá fund með menningarnefnd á næsta fundi bæjarstjórnar þann 11. janúar.
Fundargerðirnar voru samþykktar samhljóða með framkominni athugasemd.

2. Bréf frá Önnu Þóru Böðvarsdóttur og Lúðvíki Ver Smárasyni, dags. 10. desember 2017, varðandi gatnagerðargjöld af Gilsbakka á Hellissandi.

Þar sem lóðin að Gilsbakka var ekki inni í skipulagi Snæfellsbæjar, þá hefur töluverður kostnaður fallið til við skipulagningu lóðarinnar og jafnframt við fyrirhugaðar tengingar við holræsi og vatn.  Bæjarráð telur því að ákvæði um þéttingu byggðar falli ekki undir þessa lóð, þar sem þar er gert ráð fyrir að lóð sé inni í skipulagi og tengingar fyrir hendi. Telur því bæjarráð ekki rétt að beita þessu heimildarákvæði í þessu tilviki og því ekki hægt að verða við beiðninni.

3. Bréf frá félagasamtökum í Snæfellsbæ, dags. 14. desember 2017, varðandi ósk um niðurfellingu á húsaleigu vegna jólaballs þann 28. desember 2017.

Bæjarráð samþykkti erindið samhljóða enda fellur það undir reglur bæjarstjórnar um niðurfellingar á húsaleigu félagsheimilanna.  Bæjarstjórn tekur fram að niðurfellingin á einungis við um leigu, en ekki þrif, gjöld eða annan kostnað sem til gæti fallið.

4. Bréf frá íbúum við Bárðarás, Munaðarhól og Hellisbraut á Hellissandi, dags. 1. desember 2017, varðandi Bárðarás 21.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa þessu erindi til umhverfis- og skipulagsnefndar til að kanna hvort á lóðinni séu óleyfisbyggingar.  Ef svo skyldi vera, þá felur bæjarráð tæknideild Snæfellsbæjar að hafa samband við núverandi eigendur eignarinnar til að fjarlægja þær byggingar sem eru í óleyfi.

5. Drög að samstarfssamningi milli Snæfellsbæjar og Frystiklefans árið 2018.

Bæjarráð samþykkti samninginn samhljóða.

6. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 28. nóvember 2017, varðandi gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið Ströndin við Stapa og Hellna og náttúruvættið Bárðarlaug.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa erindinu til næsta bæjarstjórnarfundar.

7. Bréf frá lögreglustjóranum á Vesturlandi, dags. 7. desember 2017, varðandi sameiningu almannavarnarnefnda á Vesturlandi.

Bæjarráð Snæfellsbæjar er sammála lögreglustjóranum á Vesturlandi um það að skynsamlegt sé að hafa eina almannavarnarnefnd á Vesturlandi, í stað þriggja eins og er í dag.  Bæjarráð hvetur til sameiningar nefndanna og til þess að stjórn SSV verði falið að koma málinu í farveg, s.s. með því að gera drög að samstarfssamningi sveitarfélaganna.

8. Bréf frá lögreglustjóranum á Vesturlandi, dags. 7. desember 2017, varðandi sameiginlega lögreglusamþykkt sveitarfélaga á Vesturlandi.

Bæjarráð Snæfellsbæjar tekur undir sjónarmið lögreglustjóran og leggur til að SSV boði forsvarsmenn sveitarfélaganna á Vesturlandi á fund til að fjalla um þessi mál.

9. Bréf frá Akraneskaupstað, dags. 18. desember 2017, varðandi afgreiðslu sveitarfélagsins á erindi lögreglustjóra Vesturlands um sameiginlega almannavarnarnefnd í umdæminu.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf frá EFSA á Íslandi, dags. 13. desember 2017, varðandi Evrópumeistaramót í sjóstangveiði frá Ólafsvík 28. maí – 1. júní 2018.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita styrk til þessa móts kr. 200.000.-

11. Bréf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga, dags. 1. desember 2017, varðandi skólaakstur við FSN á vorönn 2017.

Lagt fram til kynningar.

12. Bréf frá Helen Billington og Eggerti Bjarnasyni, dags. 5. desember 2017, varðandi umsókn um leyfi til grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags.

Fært í trúnaðarmálabók.

13. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 27. nóvember 2017, varðandi afskriftarbeiðnir nr. 201710021119243 og 201703221023342. Trúnaðarmál – gögn lögð fram á fundinum.

Fært í trúnaðarmálabók.

14. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 12. desember 2017, varðandi afskriftarbeiðni nr. 201703201004101. Trúnaðarmál – gögn lögð fram á fundinum.

Fært í trúnaðarmálabók.

15. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðunni í ljósleiðaramálum.
  • Bæjarstjóri sagði frá uppgjöri lífeyrisskuldbindinga vegna Jaðars.
  • Bæjarstóri sagði frá innheimtumálum.
  • Bæjarstjóri sagði frá bættum brunavörnum í Snæfellsbæ.

Fundi slitið kl. 13:27