Fundargerðir

Fundargerð bæjarráðs
294. fundur
14. mars 2018 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 12:00 – 12:40

Fundinn sátu: Kristjana Hermannsdóttir, Júníana B. Óttarsdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Bréf frá skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 12. mars 2018, ásamt samþykkt um götu- og torgsölur.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagða samþykkt um götu- og torgsölur.

2. Umsóknir um leyfi til að sækja framhaldsnám á háskólastigi á skólatíma:

Umsókn frá Theódóru Friðbjörnsdóttur.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að veita launað frí að hámarki 5 daga yfir skólaárið eins og reglur bæjarstjórnar um launað námsleyfi kveða á um.

Umsókn frá Kristínu Helgu Guðjónsdóttur

Bæjarráð samþykkir samhljóða að veita launað frí að hámarki 5 daga yfir skólaárið eins og reglur bæjarstjórnar um launað námsleyfi kveða á um.

Umsókn frá Eygló Báru Jónsdóttur

Bæjarráð samþykkir samhljóða að veita launað frí að hámarki 5 daga yfir skólaárið eins og reglur bæjarstjórnar um launað námsleyfi kveða á um.

3. Bréf frá Drífu Skúladóttur, dags. 1. mars 2018, varðandi Sandara- og Rifsaragleði 2018.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að veita sömu fyrirgreiðslu fyrir Sandara- og Rifsaragleði 2018 eins og gert hefur verið undanfarin ár.

4. Réttarsátt í máli Almennu umhverfisþjónustunnar ehf. gegn Snæfellsbæ.

Lagt fram til kynningar.

5. Umsóknir um leyfi til hundahalds í Snæfellsbæ:

Umsókn frá Irmu Dögg Toftum að fá að halda hundinn Sölku.

Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.

Umsókn frá Vagni Ingólfssyni að fá að halda hundinn Dexter.

Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.

6. Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 23. mars 2018.

Lagt fram til kynningar.

7. Fundarboð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 19. mars 2018.

Lagt fram til kynningar.

8. Fundarboð aðalfundar Landssamtaka landeigenda á Íslandi, dags. 15. mars 2018.

Lagt fram til kynningar.

9. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. febrúar 2018, varðandi breytingar á mannvirkjalögum.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf frá Brunabótafélagi Íslands, dags. 21. febrúar 2018, varðandi styrktarsjóð EBÍ 2018.

Lagt fram til kynningar.

11. Minnispunktar bæjarstjóra.

  1. Bæjarstjóri sagði frá stöðunni í ljósleiðaramálum.

Fundi slitið kl. 12:40