Bæjarráð

Fundargerð bæjarráðs
303. fundur
27. mars 2019 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 12:00 – 12:59.

Fundinn sátu: Júníana B. Óttarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Sækja fundargerð

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var svo gengið beint til boðaðrar dagskrár.

Dagskrá:

1. Fundarboð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands hf., dags. 3. apríl 2019, ásamt ársreikningi.

Lagt fram til kynningar. 

2. Yfirlit yfir aðalfundadag Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 3. apríl 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

3. Bréf frá leikskólastjóra, dags. 30. janúar 2019, varðandi aukafjárveitingu vegna ofns. Áður lagt fyrir bæjarstjórn í febrúar 2019. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita aukafjárveitingu að upphæð kr. 900.000.- til kaupa á ofni. 

4. Bréf frá Nesver ehf., dags. 15. mars 2019, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar í Þorstein SH-145, skipaskr.nr. 2820. 

Júníana vék af fundi undir þessum lið. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að falla frá forkaupsrétti Snæfellsbæjar að bátnum Þorsteini SH-145, skipaskrárnúmer 2820. 

Júníana kom aftur inn á fund. 

5. Bréf frá Breiðafjarðarnefnd, dags. 25. febrúar 2019, varðandi afstöðu sveitarfélagsins til stækkunar verndarsvæðis Breiðfjarðar. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar, og þaðan til bæjarstjórnar til frekari umræðu. 

6. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 20. mars 2019, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Boðvíkur ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, að Lækjarbakka 5 á Arnarstapa, Snæfellsbæ. 

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Boðvíkur ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki IIfrístundahús, að Lækjarbakka 5 á Arnarstapa, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn. 

7. Bréf frá framkvæmdastjóra Jeratúns ehf., dags. 19. mars 2019, varðandi hlutafjáraukningu 2019. 

Bæjarráð samþykkti hlutafjáraukninguna samhljóða, enda er gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun ársins. 

8. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. mars 2019, varðandi áform ríkisstjórnarinnar að skerða tekjur jöfnunarsjóðs, ásamt skýringum á fyrirhugaðri skerðingu. 

Bæjarráð Snæfellsbæjar mótmælir harðlega þeirri einhliða ákvörðun fjármála- og efnahagsráðherra að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 3,3 milljarða króna á næstu tveimur árum.  Í málefnum sem þessum er nauðsynlegt að samráð sé haft milli þeirra aðila sem að málefninu koma.  Einhliða ákvörðun sem þessi grefur undan annars ágætu samstarfi ríkis og sveitarfélaga og á sér ekki fordæmi í samskiptum þessara tveggja stjórnsýslustiga. 

Skerðing á tekjum jöfnunarsjóðs hefur gífurleg áhrif á sjálfsákvörðunarrétt og fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga.  Hjá Snæfellsbæ einum og sér, mun þessi ákvörðun skerða tekjur sveitarfélagsins um tæplega 50 milljónir á því tímabili sem um ræðir 

Bæjarráð Snæfellsbæjar tekur heilshugar undir með stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og krefst þess að þessi einhliða ákvörðun verðir dregin til baka og viðræðum verði komið á milli aðila sem myndi stuðla að ásættanlegri lausn málsins. 

9. Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 18. mars 2019, varðandi almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. 

Lagt fram til kynningar. 

10. Bréf frá Útlendingastofnun, dags. 13. mars 2019, varðandi forathugun á vilja bæjarráðs til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. 

Bæjarráð er jákvætt fyrir þessu verkefni og telur að það væri gott að geta tekið þátt í því. Hins vegar hefur verið töluverður húsnæðisskortur í sveitarfélaginu, sem myndi að öllum líkindum hamla þátttöku að svo stöddu. Snæfellsbær er samt sem áður tilbúinn til að skoða alla möguleika sem gætu verið í stöðunni, og þá í samráði við Útlendingastofnun og Íbúðalánasjóð. 

11. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 14. mars 2019, varðandi heimildir sveitarstjórna til að fela öðrum aðilum innan stjórnkerfis sveitarfélaga ákvörðunarvald um ráðningu starfsmanna. 

Lagt fram til kynningar. 

12. Bréf frá jafnréttisstofu, dags. 19. mars 2019, varðandi beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa erindinu til velferðarnefndar til skoðunar. 

13. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum á Lýsuhóli.
  • Bæjarstjóri sagði frá vatnsmálumn á Arnarstapa.
  • Bæjarstjóri sagði frá klæðinvarframkvæmdum við Hjarðartún 4-6.
  • Bæjarstjóri sagði frá því að framkvæmdum sem staðið hafa yfir við sjóvarnir á Hellissandi er lokið.
  • Bæjarstjóri sagði frá því að húsnæðisáætlun sé að verða tilbúin, einungis er eftir að lagfæra einstök atriði skv. athugasemdum Íbúðalánasjóðs.
  • Bæjarstjóri sagði frá fundi starfshóps um íbúðir fyrir fatlaða.

Fundi slitið kl. 12:59.