Bæjarráð

Fundargerð bæjarráðs
308. fundur
19. september 2019 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 12:00 – 13:10.

Fundinn sátu: Júníana B. Óttarsdóttir, Björn H. Hilmarsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Sækja fundargerð

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

Dagskrá:

1. Bréf frá SSV, dags. 11. september 2019, varðandi haustþing SSV sem fram fer í Klifi þann 25. september n.k. 

Lagt fram til kynningar. 

2. Umsókn frá Dagbjörtu Hjartardóttur, ódags., varðandi leyfi til að fá að halda hundinn Mola. 

Umsóknin samþykkt samhljóða. 

3. Bréf frá Jóni Guðmanni Péturssyni, dags. 16. september 2019, varðandi ágang fjárs í skógrækt við Ægissíðu í Staðarsveit. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að svara erindinu. 

4. Minnisblað frá leikskólastjóra Snæfellsbæjar, dags. 6. september 2019, varðandi inntöku 12-18 mánaða barna á leikskóla Snæfellsbæjar. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fá leikskólastjóra á fund bæjarstjórnar í október til að fara yfir þessi mál. 

5. Bréf frá Einari Þór Strand, dags. 17. september 2019, varðandi ósk um styrk frá Snæfellsbæ vegna landsæfingar björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar þann 5. október n.k. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 200.000.- 

6. Bréf frá Kára Viðarssyni, ódags., varðandi tilraunaverkefnið „360“ og mögulega notkun á Líkn á Hellissandi til þess verkefnis. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa erindinu til bæjarstjórnarfundar í október. 

7. Bréf frá Björgunarsveitinni Lífsbjörgu, ódags., varðandi ósk um leyfi bæjarstjórnar sem landeiganda vegna landsæfingar björgunarsveitanna þann 5. október n.k. 

Bæjarráð samþykkti erindið samhljóða með þeim skilyrðum að gengið verði vel um landið og skilið við á sama hátt og komið var að. 

8. Bréf frá Breiðafjarðarnefnd, dags. 5. september 2019, varðandi fræðslu- og umræðuþing um framtíð Breiðafjarðar. 

Lagt fram til kynningar. 

9. Bréf frá Ragnheiði Víglundsdóttur, ódags., varðandi safnið í Pakkhúsinu. 

Lagt fram til kynningar. 

10. Fjárhagsáætlun 2020. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að hefja vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2020. 

9. Minnispunktar bæjarstjóra. 

  • Bæjarstjóri sagði frá vefnum Betri Snæfellsbær sem fór í loftið í morgun. 
  • Bæjarstjóri sagði frá grein um urðun sorps sem birtist í vikunni. 
  • Bæjarstjóri fór yfir fjármál sveitarfélagsins. 
  • Bæjarstjóri sagði frá því að Snæfellsbær, fyrst sveitarfélaga, er farinn að bjóða upp á teygjur á lok ruslatunna í bæjarfélaginu, bæjarbúum að kostnaðarlausu. 
  • Bæjarstjóri sagði frá vinnufundi Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum sem haldinn var í Vestmannaeyjum í vikunni. 

Fundi slitið kl. 13:10