Bæjarráð

Fundargerð bæjarráðs
309. fundur
24. október 2019 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 12:00 – 12:30

Fundinn sátu: Júníana B. Óttarsdóttir, Björn H. Hilmarsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Sækja fundargerð

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár. 

Dagskrá:

1. Fundarboð á aðalfund Landsbyggðin Lifi, dags. 20. október 2019

Lagt fram til kynningar.

2. Bréf frá bæjarstjóra, dags. 22. október 2019, varðandi staðsetningu ærslabelgs og kofasvæðis í Rifi

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að koma með tillögu að staðsetningu fyrir vorið.

3. Bréf frá bæjarritara, dags. 23. október 2019, varðandi frístundastyrk 2019

Bæjarráð samþykkti erindið samhljóða.

4. Bréf frá Ástu Guðrúnu Pálsdóttur, dags. 21. október 2019, varðandi salernismál í Snæfellsbæ

Bæjarráð þakkar ábendinguna og mun fara yfir málið.

5. Bréf frá EBÍ, dags. 8. október 2019, varðandi ágóðahlutagreiðslu 2019

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 17. október 2019, varðandi afskriftarbeiðnir. TRÚNAÐARMÁL

Bæjarráð tók fyrir afskriftarbeiðnir. Sjá trúnaðarmálabók.

7. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri sagði frá fjármálum bæjarins.
  • Bæjarstjóri sagði frá fundi Breiðafjarðarnefndar sem haldinn var í gær, 23. október.

Fundi slitið kl. 12:30