Bæjarráð

Fundargerð bæjarráðs
317. fundur
15. október 2020 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 11:00 – 12:00

Fundinn sátu: Júníana B. Óttarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Sækja fundargerð

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

Dagskrá:

1. Umsóknir um hundaleyfi: 

  • Friðrik Kristjánsson sækir um leyfi til að halda hundinn Gurrý. 

Umsóknin samþykkt samhljóða. 

  • Silja Ólafsdóttir sækir um leyfi til að halda hundinn París. 

Umsóknin samþykkt samhljóða.

  • Ingibjörg Tinna Jónasdóttir sækir um leyfi til að halda hundinn Mola. 

Umsóknin samþykkt samhljóða.  

  • Daniel Wasiewicz sækir um leyfi til að halda hundinn Niko. 

Umsóknin samþykkt samhljóða. 

  • Herdís Leifsdóttir sækir um leyfi til að halda hundinn Donnu. 

Umsóknin samþykkt samhljóða. 

2. Minnisblað frá bæjarstjóra, dags. 14. nóvember 2020, varðandi dómssátt við skiptastjóra þrotabús IGP. 

Bæjarstjóri fór yfir málið og óskaði eftir heimild bæjarráðs til að fela lögmanni bæjarins að ganga frá dómssáttinni. 

Bæjarráð samþykkti heimildina samhljóða. 

3. Bréf frá íbúum við Keflavíkurgötu, dags. 9. október 2020, varðandi kæru vegna fyrirhugaðs strandstígs við sjávarsíðu Keflavíkurgötu. 

Bæjarstjóri fór yfir málið og sagði frá því að verið væri að vinna að greinargerð vegna kærunnar. 

4. Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna, dags. 9. október 2020, varðandi beiðni um útkomuspá 2020 og fjárhagsáætlun 2021. 

Bæjarstjóri fór yfir svarbréf sem búið er að senda eftirlitsnefndinni. 

5. Samningur við Attentus ehf. um vinnslu persónuupplýsinga vegna jafnlaunavottunar Snæfellsbæjar. 

Bæjarráð samþykkti samninginn samhljóða. 

6. Minnispunktar bæjarstjóra

  • Bæjarstjóri sagði frá máli sem barst okkur frá félagsþjónustunni. 
  • Bæjarstjóri sagði frá kauptilboði í húsnæði sem Snæfellsbær hugsar sér að nýta sem geymsluhúsnæði fyrir Áhaldahúsið.  Kauptilboðið hefur verið samþykkt með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.  Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita 8 milljón króna aukafjárveitingu vegna þessara kaupa.  Upphæðin verður tekin af liðnum „Ófyrirséð“. 
  • Bæjarstjóri fór yfir dagskrá næstu funda bæjarstjórnar, en fyrir liggur að setja þarf niður dagsetningar fyrir vinnufundi vegna brunavarnaráætlunar og fjárhagsáætlunar. 

Fundi slitið kl. 12:00