Bæjarráð

Fundargerð bæjarráðs
319. fundur
21. janúar 2021 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 11:30 – 13:21

Fundinn sátu: Júníana B. Óttarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Sækja fundargerð

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var svo gengið beint til boðaðrar dagskrár. 

Dagskrá:

1. Ársskýrsla Leikskóla Snæfellsbæjar 2019-2020.

Ingigerður Stefánsdóttir, leikskólastjóri, mætti á fundinn. Mikil umræða fór fram um starfsemi leikskólans í Snæfellsbæ og margar góðar hugmyndir komu fram. Var samþykkt að leikskólastjóri myndi vinna þær hugmyndir betur í samvinnu við bæjarstjóra og bæjarritara og í framhaldinu verður lagt minnisblað fyrir bæjarstjórn á næsta fundi í febrúar.

Vék Ingigerður nú af fundi og var henni þökkuð koman.

2. Bréf frá SSV, dags. 11. janúar 2021, varðandi styrk vegna uppbyggingar samvinnurýma í Röst.

Lagt fram til kynningar.

3. Umsókn frá Viðari Páli Hafsteinssyni, dags. 28. desember 2020, að fá að halda hundinn Þorra.

Umsókn var samþykkt samhljóða.

9. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri ræddi skólaakstur í dreifbýli.
  • Bæjarstjóri ræddi um innleiðingu Vinnustundar í stofnunum Snæfellsbæjar.
  • Bæjarstjóri ræddi stöðuna í lýsingarmálum í sveitarfélaginu.
  • Bæjarstjóri fór yfir framkvæmdir í sundlauginni í Ólafsvík.

Fundi slitið kl. 13:21