Bæjarráð

Fundargerð bæjarráðs
322. fundur
15. apríl 2021 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 11:30 – 11:40.

Fundinn sátu: Júníana B. Óttarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Sækja fundargerð

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Var að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár. 

Dagskrá:

1. Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2020.

Bæjarráð fór yfir ársreikning Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2020.  Nokkur umræða varð um reikninginn.

Bæjarráð samþykkti ársreikninginn samhljóða og samþykkti jafnframt að vísa ársreikningi Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið kl. 11:40