Bæjarráð

Fundargerð bæjarráðs
324. fundur
14. júlí 2021 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 11:00 – 12:01.

Fundinn sátu: Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Fríða Sveinsdóttir og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:

Sækja fundargerð

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Var að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár. 

Dagskrá:

1. Fundargerð 150. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 1. júlí 2021. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

2. Minnisblað frá bæjarstjóra, dags. 6. júlí 2021, varðandi áframhaldandi viðræður við Eyja- og Miklaholtshrepp. 

Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra og bæjarritara að senda bréf til sveitarstjórnar Eyja- og Miklaholtshrepps, þar sem óskað er eftir afstöðu þeirra til að hefja formlega viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. 

3. Bréf frá umhverfis- og skipulagsnefnd, dags. 2. júlí 2021, varðandi ábendingar slökkviliðsstjóra um brunavarnir í Snæfellsbæ. 

Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að fara yfir málið og koma með minnisblað inn á næsta fund. 

4. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 29. júní 2021, varðandi beiðni um tilnefningu fulltrúa í samstarfshóp um fyrirhugaða friðlýsingu selasvæðis við Ytri-Tungu í Staðarsveit. 

Bæjarráð samþykkti að tilnefna Ragnhildi Sigurðardóttur sem fulltrúa Snæfellsbæjar í samstarfshópinn. 

5. Bréf frá verkefnastjóra Umhverfisvottunar Snæfellsness, dags. 2. júlí 2021. ásamt frammistöðuskýrslu Snæfellsbæjar 2016-2020. 

Lagt fram til kynninga en bæjarráð óskar eftir því að skýrslan verði aðgengileg á heimasíðu Snæfellsbæjar og á facebooksíðu sveitarfélagsins. 

6. Minnispunktar bæjarstjóra. 

  1. Bæjarstjóri fór yfir malbikunarframkvæmdir sem eiga að hefjast í næstu viku. 

Fundi slitið kl. 12:01.