Bæjarráð

Fundargerð bæjarráðs
325. fundur
1. september 2021 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 11:00 – 12:45.

Fundinn sátu: Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Sækja fundargerð

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Óskaði hún eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 28. lið bréf frá Kristjáni G. Guðmundssyni, dags. 31. ágúst 2021, varðandi forkaupsrétt að bátnum Stefaníu SH-105.  Var það samþykkt og að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

Dagskrá:

1. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 25. maí 2021. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

2. Fundargerð stjórnar Jaðars, dags. 28. maí 2021. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

3. Fundargerð landbúnaðarnefndar, dags. 15. ágúst 2021. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

4. Fundargerð 93. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 19. ágúst 2021. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

5. Fundargerð 151. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 20. ágúst 2021. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

6. Fundargerð 119. fundar stjórnar FSS, dags. 16. júní 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

7. Fundargerð 120. fundar stjórnar FSS, dags. 21. júlí 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

8. Fundargerð 168. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 25. ágúst 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

9. Fundargerð 192. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 20. maí 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

10. Fundargerð 193. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 9. júní 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

11. Fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. ágúst 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

12. Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 4. ágúst 2021, ásamt afritum af skipunarbréfum Steinunnar I Magnúsdóttur og Arnars Kristjánssonar í Breiðafjarðarnefnd. 

Lagt fram til kynningar. 

13. Bréf frá Eyja- og Miklaholtshreppi, dags. 6. ágúst 2021, varðandi sameiningarviðræður. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að skipa forseta bæjarstjórnar og formann bæjarráðs í nefnd til að hefja formlegar sameiningarviðræður við Eyja- og Miklaholtshrepp. 

14. Bréf frá meistaraflokki Reynis, Hellissandi, dags. 12. ágúst 2021, varðandi ósk um styrk til að halda uppi starfsemi meistaraflokksins. 

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkti samhljóða að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2022. 

15. Bréf frá Summit Adventure Guides, dags. 24. ágúst 2021, varðandi viðræður um Gufuskála. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að ganga til viðræðna við leigutakana um Gufuskála. 

16. Bréf frá Slökkviliði Snæfellsbæjar, ódags., varðandi kaup á afeitrunarstöð. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa erindinu til tæknideildar og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til að fá betri hugmynd um heildarkostnað við uppsetningu og staðsetningu.  Að því loknu mun erindinu verða vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2022. 

17. Umsókn frá Hlyni Hafsteinssyni, dags. 10. ágúst 2021, að fá að halda hundinn Lóu. 

Umsóknin samþykkt samhljóða. 

18. Umsókn frá Önnu Báru Gunnarsdóttur, dags. 13. júlí 2021, að fá að halda hundinn Mola. 

Umsóknin samþykkt samhljóða. 

 

19. Bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dags. 12. júlí 2021, varðandi brunavarnaáætlun Snæfellsbæjar. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarritara að svara erindinu. 

 

20. Bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dags. 13. júlí 2021, varðandi úttekt á starfsemi Slökkviliðs Snæfellsbæjar. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarritara að svara erindinu. 

 

21. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 14. júlí 2021, varðandi stofnsamning Byggðasamlags Snæfellinga. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að hafa samband við samstarfssveitarfélögin um það að gera þær breytingar sem þarf á stofnsamningi Byggðasamlagsins. 

 

22. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 30. júlí 2021, varðandi auglýsingu um ákvörðun ráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarritara að athuga með þær breytingar á bæjarmálasamþykkt Snæfellsbæjar sem þarf að gera. 

 

23. Viðauki við samning við Mílu vegna ljósleiðaratengingar að Gufuskálum. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða framlagðan viðauka við samninginn við Mílu um ljósleiðaratengingu að Gufuskálum. 

 

24. Bréf frá Myndstef, dags. 6. ágúst 2021, varðandi bátslíkön Gríms Karlssonar. 

Lagt fram til kynningar. 

 

25. Bréf frá Brunabót, dags. 22. júní 2021, varðandi úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

 

26. Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 11. ágúst 2021, varðandi staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar vegna stækkunar íbúðarbyggðar á Hellissandi. 

Lagt fram til kynningar. 

 

27. Bréf frá ÍSÍ, dags. 17. ágúst 2021, varðandi verkefnið Göngum í skólann. 

Lagt fram til kynningar. 

 

28. Bréf frá Kristjáni G Guðmundssyni, dags. 31. ágúst 2021, varðandi sölu á bátnum Stefaníu SH-105, skipaskr.nr. 2486. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að falla frá forkaupsrétti að bátnum Stefaníu SH-105, skipaskr.nr. 2486. 

 

29. Minnispunktar bæjarstjóra. 

  • bæjarstjóri sagði frá fjármálum Snæfellsbæjar. 
  • bæjarstjóri ræddi um skólaakstur. 
  • bæjarstjóri ræddi um malbiksframkvæmdir sem hafa gengið mjög vel. 
  • bæjarstjóri ræddi málefni heilsugæslunnar. 

 

Fundi slitið kl. 12:45.