Bæjarráð

Fundargerð bæjarráðs
301. fundur
21. október 2021 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 11:00 – 11:57.

Fundinn sátu: Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Sækja fundargerð

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár. 

Dagskrá:

1. Fundargerðir 203. og 204. fundar menningarnefndar, dags. 30. september og 12. október 2021

Fundargerðir lagðar fram til kynningar og vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

2. Menningarstefna Vesturlands 2021-2024

Bæjarráð samþykkti framlagða Menningarstefnu Vesturlands 2021-2024.

3. Umsókn Tomasz Borkowski að fá að halda hundinn Aþena.

Umsókn samþykkt samhljóða, en leyfið er háð því að allir aðilar í fjölbýlinu samþykki það líka.

4. Bréf frá Jennýju Guðmundsdóttur, dags. 10. október 2021, varðandi Hollvinafélag Pakkhússins.

Bæjarráð fagnar þessu framtaki og samstarfi.

5. Bréf frá Félagi eldri borgara í Snæfellsbæ, dags. 12. október 2021, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Klifi vegna Nesballs eldri borgara þann 5. nóvember nk.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fella niður húsaleigu í Klifi þann 5. nóvember vegna Nesballs eldri borgara, enda fellur þetta undir reglur Snæfellsbæjar um niðurfellingu á leigu félagsheimilanna.

6. Bréf frá leikskólastjóra, dags. 7. október 2021, varðandi ósk um aukafjárveitingu.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita aukafjárveitingu til leikskólans allt að upphæð kr. 10,6 milljónir. Fjárveitingin verður tekin af lið 28 Óráðstafað.

7. Bréf frá ADHD samtökunum, dags. 1. október 2021, varðandi útibú samtakanna á Vesturlandi, og ósk um styrk.

Bæjarráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni að þessu sinni.

8. Erindisbréf ungmennaráðs Snæfellsbæjar.

Bæjarráð samþykkti erindisbréfið samhljóða.

9. Bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. október 2021, varðandi ákvörðun um endurupptöku kærumáls nr. 59/2016.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 4. október 2021, varðandi nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerðar sveitarstjórnar og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti.

Lagt fram til kynningar.

11. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. september 2021, varðandi húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni.

Bæjarráð telur hugmyndina ágæta, en að svo stöddu viljum við sjá til með hvort Snæfellsbær verður með eða ekki.

12. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 6. október 2021, varðandi drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

13. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 7. október 2021, varðandi þátttöku og framlög til stafræns samstarfs sveitarfélaga 2022.

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkti samhljóða þátttöku og framlag Snæfellsbæjar til verkefnisins.

14. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 11. október 2021, varðandi breytingu á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

15. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. október 2021, varðandi viðmiðunarlaunatöflu fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum.

Lagt fram til kynningar.

16. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 14. október 2021, varðandi framlög vegna sameiningar sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

17. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri sagði frá því að byrjað er á framkvæmdum hjá Bárði Snæfellsás á Arnarstapa.
  • Bæjarstjóri sagði frá því að verið er að skoða viðhaldsmál á húsnæði Snæfellsbæjar.

Fundi slitið kl. 11:57