Bæjarráð

Fundargerð bæjarráðs
330. fundur
1. mars 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 10:00 – 10:35

Fundinn sátu: Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Sækja fundargerð

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var svo gengið beint til boðaðrar dagskrár. 

Dagskrá:

1. Bréf Ragnhildi Sigurðardóttur, dags. 8. febrúar 2022, varðandi ákvörðun um mögulegt UNESCO MAB svæði á Snæfellsnesi. 

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir samhljóða erindið frá stjórn Svæðisgarðsins og lýsir hér með vilja sínum til þess að sveitarfélagið verði hluti af vistvangi, þ.e. UNESCO Man and Biosphere svæði.

2. Umsókn frá Árna Rúnari Kristjánssyni, dags. 2. febrúar 2022, að fá að halda hundinn Þrumu. 

Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða. 

3. Umsóknir frá Baldvini L Ívarssyni, ódags., að fá að halda kettina Össa, Snotru og Skottu. 

Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.

4. Bréf frá Þórunni Káradóttur, dags. 7. febrúar 2022, varðandi úrsögn úr velferðarnefnd. 

Bæjarráð samþykkir úrsögnina samhljóða og þakkar Þórunni setu hennar í velferðarnefnd. 

Bæjarstjórn mun tilnefna nýjan nefndarmann á næsta fundi í mars. 

5. Bréf frá íbúum í Engihlíð 18, dags. 31. janúar 2022, varðandi viðhaldsmál í blokkinni. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að senda erindið til umsjónarmanns fasteigna og tæknideildar og fela þeim að skoða þessi mál. 

6. Bréf frá stjórn Félags eldri borgara í Snæfellsbæ, dags. í febrúar 2022, varðandi Vallholt 1. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að bjóða stjórn Félags eldri borgara til fundar við bæjarráð. 

7. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 11. febrúar 2022, varðandi auglýsingu um framboð í stjórn LS. 

Lagt fram til kynningar. 

8. Bréf frá Bjargi, íbúðafélagi, dags. 31. janúar 2022, varðandi samstarf um uppbyggingu leiguíbúða. 

Fulltrúar Bjargs munu mæta með kynningu á verkefninu á næsta fund bæjarstjórnar þann 3. mars n.k. 

9. Bréf frá Kili, stéttarfélagi, dags. 1. febrúar 2022, varðandi könnun bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB. 

Lagt fram til kynningar. 

10. Bréf frá Kili, stéttarfélagi, dags. 1. febrúar 2022, varðandi könnun bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB. 

Lagt fram til kynningar. 

11. Minnispunktar bæjarstjóra. 

  • Bæjarstjóri fór yfir stöðuna á Jaðri vegna covid. 

Fundi slitið kl. 10:35