Bæjarráð

Fundargerð bæjarráðs Snæfellsbæjar
332. fundur
1. júlí 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 10:00 – 10:30

Fundinn sátu: Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Sækja fundargerð

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Var svo gengið beint til boðaðrar dagskrár.

Dagskrá:

1. Fundargerð 161. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 21. júní 2022.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

2. Fundargerð 126. fundar stjórnar FSS, dags. 15. júní 2022.

Lagt fram til kynningar.

3. Fundargerð aðalfundar Jeratúns ehf., dags. 19. maí 2022.

Lagt fram til kynningar

4. Fundargerð 203. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 17. maí 2022.

Lagt fram til kynningar

5. Fundargerð 176. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 20. júní 2022.

Lagt fram til kynningar.

6. Fundargerð 168. fundar stjórnar SSV, dags. 1. júní 2022.

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 23. maí 2022, varðandi aðgengi fatlaðra að sundlaug og íþróttahúsi.

Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra og tæknideild að ræða við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um leiðir til úrbóta.

8. Bréf frá leikskólastjóra, dags. 16. maí 2022, varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna kaupa á nýrri uppþvottavél.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita aukafjárveitingu vegna þessara kaupa.

9. Umsóknir um kattaleyfi:

  1. Atli Már Ágústsson sækir um leyfi til að halda köttinn Ossý. Umsóknin samþykkt samhljóða.
  2. Atli Már Ágústsson sækir um leyfi til að halda köttinn Kúper. Umsóknin samþykkt samhljóða.

10. Umsóknir um hundaleyfi:

  1. Laufey Helga Árnadóttir sækir um leyfi til að halda hundinn Míu. Umsóknin samþykkt samhljóða.
  2. Ewelina Wasiewicz sækir um leyfi til að halda hundinn Nuta. Umsóknin samþykkt samhljóða.
  3. Guðný María Bragadóttir sækir um leyfi til að halda hundinn Tý. Umsóknin samþykkt samhljóða.
  4. Þórhalla Baldursdóttir sækir um leyfi til að halda hundinn Tobba. Umsóknin samþykkt samhljóða.
  5. Kristín Olsen sækir um leyfi til að halda hundinn Storm. Umsóknin samþykkt samhljóða.
  6. Kári Viðarsson sækir um leyfi til að halda hundinn Neista. Umsóknin samþykkt samhljóða.
  7. Bára Guðmundsdóttir sækir um leyfi til að halda hundinn Fróða. Umsóknin samþykkt samhljóða.

11. Bréf frá Félagi atvinnurekanda, dags. 31. maí 2022, varðandi ályktun stjórnar FA vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.

Lagt fram til kynningar.

 

12. Bréf frá mennta- og barnamálaráðherra, dags. 6. maí 2022, varðandi stuðning við sveitarfélög vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu.

Lagt fram til kynningar.

 

13. Minnisblað SSV, dags. 22. júní 2022, varðandi almenningssamgöngur á Snæfellsnesi.

Lagt fram til kynningar.

 

14. Fundarboð aðalfundar Landskerfis bókasafna, sem haldinn verður 29. júní 2022.

Lagt fram til kynningar.

 

15. Bréf Vegagerðarinnar til Vestureigna ehf., dags. 9. júní 2022, varðandi tilkynningu um fyrirhugaða niðurfellingu Brekkubæjarvegar nr. 5734-01 af vegaskrá.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að ræða við Vegagerðina um þetta mál.

 

 

18. Minnispunktar bæjarstjóra.

  1. Bæjarstjóri sagði frá tilboði sem Snæfellsbæjar hefur fengið vegna kaupa á húsum.
  2. Bæjarstjóri sagði frá því að verið er að vinna á Arnarstapa þessa dagana.

16. Bréf frá Þroskahjálp, dags. 29. júní 2022, varðandi notendaráð við fatlað fólk.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa erindinu til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.

 

 

Fundi slitið kl. 10:30