Bæjarráð

Fundargerð bæjarráðs Snæfellsbæjar
333. fundur
28. júlí í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 11:00 – 12:05.

Fundinn sátu: Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Sækja fundargerð

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Var svo gengið beint til boðaðrar dagskrár.

Dagskrá:

1. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 17. maí 2022.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 29. júní 2022.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3. Fundargerð 211. fundar menningarnefndar, dags. 21. júní 2022.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4. Fundargerð 3. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 5. júlí 2022.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5. Fundargerð 910. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. maí 2022.

Lagt fram til kynningar.

6. Fundargerð 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. júní 2022.

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf frá Sverri Hermannssyni, dags. 16. júní 2022, varðandi stöðuleyfisveitingar á Arnarstapa fyrir söluvagna.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa bréfinu til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd og fá þeirra álit á erindinu.

8. Bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja, dags. 5. júlí 2022, varðandi alvarlega stöðu á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni vegna mönnunar heilbrigðisstarfsfólks.

Bæjarráð tekur heilshugar undir þessa bókun og leggur áherslu á mikilvægi þess að góð heilbrigðisþjónusta sé til staðar alls staðar á landinu.

9. Kaup Snæfellsbæjar á einingarhúsum, ásamt kaup- og verksamningi um húsin og flutning á þeim til Snæfellsbæjar.

Bæjarstjóri fór yfir málið.  Bæjarráð samþykkti samhljóða að festa kaup á þessum einingarhúsum og staðfesti framlagðan kaup- og verksamning um þessi hús og flutning á þeim til Snæfellsbæjar.

10. Minnispunktar bæjarstjóra.

    1. Bæjarstjóri fór yfir framkvæmdir á Arnarstapa.
    2. Bæjarstjóri sagði frá því að Hinseginhátíð Vesturlands, sem fór fram hér í Snæfellsbæ um síðustu helgi, hafi tekist frábærlega.
    3. Bæjarstjóri fór yfir framkvæmdir sem eru í gangi hér í sveitarfélaginu.

Fundi slitið kl. 12:05