Bæjarráð

Fundargerð bæjarráðs
335. fundur
20. október 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 12:00 – 12:43.

Fundinn sátu: Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Sækja fundargerð

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Var svo gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

Dagskrá:

1. Bréf frá oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps, dags. 22. september 2022, varðandi sameiningarkosti. 

Bæjarráð telur ekki rétt að fara í heildarsameiningu allra sveitarfélaganna á Snæfellsnesi eins og staðan er í dag.  Stykkishólmur og Helgafellssveit sameinuðust á þessu ári, og því er eðlilegt að gefa þeirri sameiningu svigrúm til að ganga eftir.  Hins vegar teljum við að afstaða Snæfellsbæjar hafi ekki breyst hvað varðar sameiningu Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps, enda hafi íbúar Snæfellsbæjar samþykkt sameininguna þegar gengið var til kosninga í febrúar s.l. 

2. Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 10. október 2022, varðandi fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags og gerð eða endurskoðun svæðisskipulags. 

Gildandi aðalskipulag Snæfellsbæjar er tiltölulega nýtt, en vinnu við það lauk árið 2018.  Bæjarráð sér því ekki þörf á því að fara í gerð nýs aðalskipulags. 

3. Umsókn frá Damian Pretko að fá að halda köttinn Luna. 

Umsóknin samþykkt samhljóða.

4. Umsókn frá Marek Imgront að frá að halda hundinn Karmel. 

Umsóknin samþykkt samhljóða. 

5. Bréf frá leikskólastjóra, dags. 13. október, varðandi ósk um aukastöðugildi við leikskólann Kríuból á Hellissandi. 

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkti samhljóða að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2023.  Jafnframt samþykkti bæjarráð að fá leikskólastjóra til að koma með frekari greinargerð um fjölda barna, fjölda stöðugilda og þörfina fyrir aukningu á stöðugildum. 

6. Bréf frá bæjarritara, dags. 1. október 2022, varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna barnaverndar. 

Bæjarráð samþykkti erindið samhljóða og verður aukafjárveitingin tekin af lið 27110, Ófyrirséð. 

7. Bréf frá bæjarritara, dags. 1. október 2022, varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna persónuverndar. 

Bæjarráð samþykkti erindið samhljóða og verður aukafjárveitingin tekin af lið 27110, Ófyrirséð. 

8. Bréf frá bæjarritara, dags. 1. október 2022. varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna jafnlaunavottunar. 

Bæjarráð samþykkti erindið samhljóða og verður aukafjárveitingin tekin af lið 27110, Ófyrirséð.

9. Bréf frá bæjarritara, dags. 1. október 2022, varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna ráðningu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. 

Bæjarráð samþykkti erindið samhljóða og verður aukafjárveitingin tekin af lið 27110, Ófyrirséð.

10. Minnispunktar bæjarstjóra 

  • Bæjarstjóri sagði frá því að dómur féll í máli Móabyggðar gegn Snæfellsbæ í Landsrétti og féll dómurinn Snæfellsbæ í vil. 
  • Bæjarstjóri ræddi sorpmál. 

Fundi slitið kl. 12:43.