Bæjarráð

Fundargerð bæjarráðs
336. fundur
1. desember 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 12:00 – 13:13.

Fundinn sátu: Júníana B. Óttarsdóttir, Björn H. Hilmarsson í fjarveru AK, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Sækja fundargerð

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Óskaði hún eftir því að fá að taka inn með afbrigðum sem 12. lið ósk um aukafjárveitingar.  Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

Dagskrá:

1. Bréf frá Þuríðu Hall Sölvadóttur og Stíg Reynissyni, dags. 11. nóvember 2022, varðandi kaup á Keflavíkurgötu 10.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að ganga til samninga við Þuríði og Stíg um kaup á Keflavíkurgötu 10.

2. Umsókn frá Eyglóu Önnu Þorkelsdóttur, dags. 8. nóvember 2022, að fá að halda hundinn Birtu.

Umsóknin samþykkt samhljóða.

3. Bréf frá bæjarritara, dags. 29. nóvember 2022, varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna snjómoksturs

Bæjarráð samþykkti aukafjárveitinguna samhljóða.

4. Gjaldskrár Snæfellsbæjar – tillögur að breytingum fyrir árið 2023.

Bæjarráð óskaði eftir því að taka út hækkun á leikskólagjöldum, en halda inni hækkun á fæði í leikskóla.

Bæjarráð staðfesti tillögur að gjaldskrám Snæfellsbæjar fyrir árið 2023 með ofangreindum breytingum og samþykkti samhljóða að vísa þeim til seinni umræðu í bæjarstjórn.

5. Tillögur að styrkjum í fjárhagsáætlun 2023.

Bæjarráð staðfesti tillögur að styrkveitingum fyrir árið 2023 og samþykkti samhljóða að vísa þeim til seinni umræðu í bæjarstjórn.

6. Tillögur að fjárfestingum ársins 2023.

Bæjarráð staðfesti tillögur að fjárfestingum Snæfellsbæjar fyrir árið 2023 og samþykkti samhljóða að vísa þeim til seinni umræðu í bæjarstjórn.

7. Tillögur að fjárfestingum Hafnarsjóðs 2023.

Bæjarráð staðfesti tillögur að fjárfestingum Hafnarsjóðs fyrir árið 2023 og samþykkti samhljóða að vísa þeim til seinni umræðu í bæjarstjórn.

8. Tillaga að fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs 2023.

Lagt fram til kynningar.

9. Tillaga að fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og A- og B-hluta stofnana hans fyrir árið 2023.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa tillögu að fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2023 til seinni umræðu í bæjarstjórn.

10. Tillaga að þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar fyrir árin 2024-2026.

Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar 2024-2026, og samþykkti samhljóða að vísa tillögunni til samþykktar í bæjarstjórn

11. Þriggja ára áætlun Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga fyrir árin 2024-2026.

Lagt fram til kynningar.

12. Bréf frá bæjarritara, dags. 1. desember 2022, varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna kaupa á húsum og fjármögnun á því.

Bæjarráð samþykkti samhljóða aukafjárveitingu vegna kaupa á húsum og fjármögnun á þeim.

13. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri sagði frá stöðunni í sorpmálum.
  • Bæjarstjóri sagði frá félagsþjónustumálum.
  • Bæjarstjóri ræddi stöðu heilsugæslunnar.
  • Bæjarráð lýsti yfir ánægju sinni með þær upplýsingar sem það fær í gegnum fundargerðir framkvæmda-teymisins og óskaði eftir því að fá upplýsingar frá fleiri starfsmönnum. Til að byrja með óskaði bæjarráð eftir því að fá markaðs- og kynningarfulltrúa Snæfellsbæjar inn á bæjarstjórnarfundi til að fara yfir stöðu mála.

Fundi slitið kl. 13:13.