Bæjarráð

Fundargerð bæjarráðs
337. fundur
16. febrúar 2023 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 12:00 – 13:28.

Fundinn sátu: Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Sækja fundargerð

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Var að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár. 

Dagskrá:

1. Hollvinafélag Pakkhússins.

Jenný Guðmundsdóttir og Ingunn Ýr Angantýsdóttir mættu á fundinn.  Sögðu þær frá styrk frá SSV sem Hollvinafélagið fékk á árinu 2023.

Bæjarráð samþykkti að athuga hjá SSV hvort ekki væri hægt að nýta þennan styrk til að ljúka því verki sem hafið var fyrir mörgum árum, að skrá safnmuni Snæfellsbæjar inn í stafrænan gagnagrunn.

2. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 10. febrúar 2023, varðandi auglýsingu eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins.

Lagt fram til kynningar

3. Bréf frá leikskólastjóra Snæfellsbæjar, dags. 2. febrúar 2023, varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna kaupa á nýjum frystiskáp.

Bæjarráð telur að þessi kaup ættu að rýmast innan þess potts sem leikskólastjóri fær úthlutað ár hvert.

4. Bréf frá Lovísu Hrund Stefánsdóttur, dags. 9. janúar 2023, varðandi ósk um launað leyfi vegna starfsnáms.

Bæjarráð samþykkti að fresta afgreiðslu þessa máls og fá ítarlegri upplýsingar.

5. Umsóknir um leyfi til hundahalds:

  • Þórheiður Elín Sigurðardóttir sækir um að fá að halda hundinn Bronco.
  • Sæunn Ágústsdóttir sækir um að fá að halda hundinn Mola.
  • Rakel Óladóttir sækir um að fá að halda hundinn Iceland Star Skugga.
  • Garðar Kristjánsson sækir um að fá að halda hundinn Bonzo.
  • Kjartan Hallgrímsson sækir um að fá að halda hundinn Nölu.

Ofangreindar umsóknir samþykktar samhljóða.

6. Ragnheiður Guðmundsdóttir sækir um að fá að halda kettina Kötlu og Golíat.

Umsóknin samþykkt samhljóða.

7. Bréf frá Innviðaráðuneytinu, dags. 7. febrúar 2023, varðandi ósk um umsögn vegna beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð.

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir samhljóða að óska eftir undanþágu frá gr. 5.3.2.14 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 með vísan til 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga og óskar eftir því að bæjarstjórn samþykki jafnframt afgreiðslu bæjarráðs.

Skipulags- og bæjaryfirvöld Snæfellsbæjar hafa þegar samþykkt samhljóða að auglýsa tillögu að breytingu aðalskipulags og nýs deiliskipulags vegna baðstaðar við Krossavík, vestarlega á Hellissandi.  Erindi bæjarstjóra, sem þegar hefur verið sent, er í samræmi við stefnu bæjaryfirvalda um að stuðla að framgöngu verkefnisins og telur það geta aukið lífsgæði heimamanna og gesta, auk þess sem þar má njóta stórbrotins útsýnis og tengsla við hafið.

Það er mat bæjaryfirvalda að ekki sé rétt að færa fyrirhuguð mannvirki fjær strandlínu en orðið er.  Með núverandi staðsetningu er unnt að vernda ströndina og tryggja að ekkert rask verði á Kópatjörn, en þau svæði eru mikilvæg til fæðuöflunar fugla.  Einnig er tryggt opið svæði fyrir gangandi meðfram ströndinni og gerður verður stígur sunnan mannvirkja.  Bílastæði vegna Krossavíkurbaða geta einnig nýst fólki sem kemur á svæðið til að njóta útivistar.

8. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. febrúar 2023, varðandi álit umboðsmanns Alþingis og úrskurð Dómsmálaráðuneytisins vegna ágangs búfjár.

Lagt fram til kynningar.

9. Bréf frá Guðrúnu Magneu Magnúsdóttur, dags. 31. janúar 2023, varðandi Framkvæmdaáætlun Snæfellsness vegna umhverfisvottunnar samkvæmt staðli EarthCheck fyrir samfélög.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita framkvæmdaáætlunina fyrir hönd Snæfellsbæjar.

10. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 31. janúar 2023, varðandi ósk um afskriftir á gjöldum.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita heimild til að afskrifa framlagðar afskriftarbeiðnir nr. 202012031222013, 202012031452299, 202108301459128, 202012041344214, 202012041355337, 202103031332090, 202012221408012, 202101260927346, 202102101106366, 202103251344105, 202101111524344, 202101121355051, 202101121500106, 202101131409289, 202101131349442, 202101131436408, 202101151328396, 202101181242063, 202101261410414, 202102261254183, 202101251450303, 202110130935247, 202103031142077, 202103091423421, 202201181306445, 202202171424600, 202208030950396, 202208031004553, 202208031327137, 202208031408589, 202208031454433, 202106041110153. 

Júníana vék af fundi undir beiðnum 202012031222013 og 202103031142077.

Nánar í trúnaðarmálabók.

11. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri sagði frá málefnum slökkviliðsins.
  • Bæjarstjóri kynnti teikningar af nýrri vatnsrennibraut sem koma á í sundlaugina í Ólafsvík.

Fundi slitið kl. 13:28