Bæjarráð

Fundargerð bæjarráðs
313. fundur
18. júní 2020 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 12:00 – 12:55

Fundinn sátu: Júníana B. Óttarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Sækja fundargerð

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Óskaði hún eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 15. lið kjörskrá fyrir forsetakosningarnar þann 27. júní 2020 og sem 16. lið bréf frá Ásdísi Lilju Pétursdóttur, dags. 18. júní 2020.  Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

Dagskrá:

1. Fundargerð 138. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 12. júní 2020. 

Athugasemd kom við lið 3 í fundargerðinni.  Samþykkti bæjarráð að fresta afgreiðslu erindisins og óska eftir nánari upplýsingum frá tæknideild og umhverfis- og skipulagsnefnd áður en það verður lagt aftur fyrir bæjarráð. 

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti. 

2. Fundargerðir 192. og 193. fundar menningarnefndar, dags. 14. maí og 16. júní 2020. 

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða

3. Fundargerðir 106., 107. og 108. fundar stjórnar FSS, dags. 19. maí, 29. maí og 5. júní 2020. 

Varðandi fundargerð 106. fundar, þá samþykkti bæjarráð Snæfellsbæjar samhljóða eftirfarandi bókun: 

„Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir samhljóða að greiða 12% mótframlag vegna byggingar þjónustuíbúðakjarna fyrir fatlaða við Ólafsbraut 62-64, til móts við stofnframlag Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, samtals að upphæð kr. 35.114.260.-„ 

Fundargerðir 106., 107. og 108 fundar stjórnar FSS voru að öðru leyti lagðar fram til kynningar. 

4. Fundargerð 161. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 27. maí 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

5. Fundargerðir 423. og 424. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 19. og 28. maí 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

6. Fundargerð 885. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. júní 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

7. Umsóknir um leyfi til hundahalds: 

 • Jófríður Magnúsdóttir sækir um leyfi til að halda hundinn Rökkva.
  • Umsóknin samþykkt samhljóða. 
 • Daði Hjálmarsson sækir um leyfi til að halda hundinn Kol.
  • Umsóknin samþykkt samhljóða.  
 • Gunnar Ó Sigmarsson sækir um leyfi til að halda hundinn Stellu.
  • Umsóknin samþykkt samhljóða. 
 • Gunnar Ó Sigmarsson sækir um leyfi til að halda hundinn Messý.
  • Umsóknin samþykkt samhljóða.  
 • Adam Trzaskoma sækir um leyfi til að halda hundinn Max.
  • Umsóknin samþykkt samhljóða. 

8. Umsóknir um leyfi til kattahalds: 

 • Jóhanna Gunnarsdóttir sækir um leyfi til að halda köttinn Krumma.
  • Umsóknin samþykkt samhljóða.  
 • Agnieszka Stefanczyk sækir um leyfi til að halda kettina Amy og Kajtek.
  • Umsóknin samþykkt samhljóða.  
 • Bjarkey Magnúsdóttir sækir um leyfi til að halda köttinn Bibba.
  • Umsóknin samþykkt samhljóða. 
 • Karl Eggertsson sækir um leyfi til að halda köttinn Míus.
  • Umsóknin samþykkt samhljóða. 
 • Karl Eggertsson sækir um leyfi til að halda köttinn Mímu.
  • Umsóknin samþykkt samhljóða. 
 • Gunnhildur K Hafsteinsdóttir sækir um leyfi til að halda köttinn Elsu.
  • Umsóknin samþykkt samhljóða. 
 • Anna Sobolewska sækir um leyfi til að halda kettina Fókus og Kjötbollu.
  • Umsóknin samþykkt samhljóða. 
 • Rebekka Unnarsdóttir sækir um leyfi til að halda köttinn Gertrud.
  • Umsóknin samþykkt samhljóða. 
 • Rebekka Unnarsdóttir sækir um leyfi til að halda köttinn Svein.
  • Umsóknin samþykkt samhljóða. 
 • Joanna Prostko sækir um leyfi til að halda köttinn Garfield.
  • Umsóknin samþykkt samhljóða. 
 • Monika Dubaj sækir um leyfi til að halda köttinn Dzeki.
  • Umsóknin samþykkt samhljóða. 
 • Monika Dubaj sækir um leyfi til að halda köttinn Chrupcio.
  • Umsóknin samþykkt samhljóða. 
 • Angelika Rendzinska sækir um leyfi til að halda köttinn Pixel.
  • Umsóknin samþykkt samhljóða. 
 • Krzysztof Tomasz Mieszaniec sækir um leyfi til að halda köttinn Flækju.
  • Umsóknin samþykkt samhljóða. 

9. Bréf frá Láru Kristjánsdóttur, dags. 11. júní 2020, varðandi ósk um niðurfellingu á fasteigna-gjöldum. 

Bæjarstjórn hefur sett sér reglur, með stoð í 4.mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, um niðurfellingu eða lækkun á fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum, sem hafa lögheimili í þinglýstri íbúð sinni.  Við ákvörðun um lækkun er miðað við tekjur skv. tekju- og útsvarsstofni og einnig við fjármagnstekjur skv. síðasta framlagða skattframtali þegar álagning fasteignagjalda fer fram.  Lækkun fasteignaskatts er reiknuð sjálfkrafa í samvinnu við ríkisskattstjóra.   

Ef miklar breytingar verða á högum fólks, er hægt að óska eftir leiðréttingu um leið og nýtt staðfest skattframtal liggur fyrir.  Til þess þarf að koma afriti af skattframtali til bæjarritara, sem mun athuga hvort tilefni sé til lækkunar fasteignaskatts. 

Að öðru leyti hefur bæjarstjórn ekki heimildir skv. lögum til að fella niður fasteignagjöld. 

10. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 12. júní 2020, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Fosshótels Hellnar ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki IV, hótel, sem rekið er sem Fosshótel Hellnar að Hellnum, Snæfellsbæ. 

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Fosshótels Hellna ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki IV, hótelsem rekið er sem Fosshótel Hellnar að Hellnum, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn. 

11. Bréf frá Breiðafjarðarnefnd, dags. 15. júní 2020, varðandi vettvangsferð Breiðafjarðarnefndar. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða að forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs fari í vettvangsferðina. 

12. Bréf frá Samorku og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. júní 2020, varðandi átak í fráveitumálum. 

Lagt fram til kynningar. 

13. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. júní 2020, varðandi beiðni sveitarstjórnar- ráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

14. Ósk um aukafjárveitingu vegna varmadælu í Sundlaug Snæfellsbæjar í Ólafsvík. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða aukafjárveitingu upp á 11 milljónir króna vegna varmadælu í Sundlaug Snæfellsbæjar í Ólafsvík.  Fjárveitingin verður tekin af liðnum Ófyrirséð. 

15. Kjörskrá fyrir forsetakosningar þann 27. júní 2020. 

Bæjarráð samþykkti samhljóða framlagðan kjörskrárstofn.  Á kjörskrá eru 1052 einstaklingar, 305 í Hellissands- og Rifskjördeild, 648 í Ólafsvíkurkjördeild og 99 í Staðarsveitar- og Breiðuvíkurkjördeild. 

Ennfremur samþykkti bæjarráð samhljóða eftirfarandi bókun: 

„Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá.  Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga þann 27. júní n.k., í samræmi við 27. gr. kosningalaga.“ 

16. Bréf frá Ásdísi Lilju Pétursdóttir, dags. 18. júní 2020, varðandi ósk um niðurgreiðslu vegna skólavistar barns utan lögheimilissveitarfélags. 

Beiðnin fellur ekki undir reglur Snæfellsbæjar um niðurgreiðslur skólakostnaðar utan lögheimilissveitarfélags og sér bæjarráð sér því ekki fært að verða við beiðninni. 

17. Minnispunktar bæjarstjóra. 

 • Bæjarstjóri sagði frá tölum yfir atvinnuleysi í Snæfellsbæ. 
 • Bæjarstjóri sagði frá því að unglingavinnan gengi ágætlega. 
 • Bæjarstjóri sagði frá því að veggirnir á tjaldstæðahúsinu á Hellissandi væru risnir. 
 • Bæjarstjóri sagði frá því að 17. júní hátíðahöld hafi gengið afskaplega vel, þrátt fyrir að hafa þurft að gera breytingar á hefðbundinni dagskrá vegna Covid-19. 
 • Bæjarstjóri sagði frá því að hafnar eru framkvæmdir við endurnýjun vatnslagnar í Bárðarásnum. 
 • Bæjarráð samþykkti samhljóða að færa fundi bæjarráðs í sumar til miðvikudaga kl. 11:30. 

Fundi slitið kl. 12:55