Fundargerð bæjarstjórnar
305. fundur
1. febrúar 2018 frá kl. 15.00 – 16:10
Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Kristjana Hermannsdóttir, Örvar Már Marteinsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Kristján Þórðarson, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.
Dagskrá:
1. Fundargerð 193. fundar fræðslunefndar, dags. 15. janúar 2018.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
2. Fundargerð 81. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar,dags. 9. janúar 2018.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
3. Fundargerðir ungmennaráðs, dags. 12., 18. og 19. desember 2017.
Bæjarstjórn lýsir ánægju sinni með bingóið og hversu öflugt ungmennaráðið er.
Fundargerðir samþykktar samhljóða.
4. Fundargerð 400. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 22. janúar 2018.
Lagt fram til kynningar.
5. Bréf frá menningarnefnd, dags. 12. janúar 2018, ásamt umsókn Jónínu Guðnadóttur, dags. 28. nóvember 2017, um styrk vegna listsýningar í vitanum á Malarrifi.
Bæjarstjórn telur það vera í höndum menningarnefndar að ákveða styrki sem þessa svo framarlega sem þeir rúmast innan þeirra fjárhagsheimilda sem menningarnefnd er úthlutað á hverju ári.
6. Bréf frá Jennýju Guðmundsdóttur, dags. 10. janúar 2018, varðandi gatnagerðargjöld af Mýrarholti 5.
Bæjarstjórn getur því miður ekki orðið við því að lækka gatnagerðargjöldin, en samþykkti samhljóða að vísa erindinu til tæknideildar, þar sem skoðað verður hver rétt fermetratala er.
7. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 23. janúar 2018, varðandi tilnefningu fulltrúa í samstarfshóp um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að tilnefna Kristinn Jónasson í þennan samstarfshóp.
8. Samþykkt um gatnagerðargjöld í Snæfellsbæ.
Bæjarstjórn samþykkti breytingar á samþykktinni samhljóða.
9. Bréf frá byggingarfulltrúa, dags. 12. janúar 2018, varðandi óleyfisframkvæmd við Bárðarás 21.
Lagt fram til kynningar.
10. Bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 9. janúar 2018, varðandi aðalskipulag Snæfellsbæjar.
Lagt fram til kynningar.
11. Bréf frá Fiskistofu, dags. 29. janúar 2018, varðandi aðalskipulag Snæfellsbæjar.
Lagt fram til kynningar.
12. Bréf frá Sorpurðun Vesturlands, dags. 17. janúar 2018, varðandi tilnefningu í samstarfsnefnd um svæðisáætlun.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri, er tilnefndur frá hendi Snæfellsbæjar.
13. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 22. janúar 2018, varðandi umsögn um drög að frumvarpi til laga um lögheimili og aðsetur.
Lagt fram til kynningar.
14. Samantekt umræðna frá 20. ársfundi Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa, dags. 8. nóvember 2017.
Lagt fram til kynningar.
15. Bréf frá Þjóðskrá Íslands, dags. 19. janúar 2018, varðandi breytingar á fasteignaskrá.
Lagt fram til kynningar.
16. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 25. janúar 2018, varðandi samninga sveitarfélagaum byggðasamlög og annars konar samstarf sveitarfélaga.
Bæjarstjórn samþykkti að fela bæjarritara að svara erindinu.
17. Bréf frá Akraneskaupstað til sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 16. janúar 2018, varðandi ástand vega á Vesturlandi.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar tekur heilshugar undir þær áhyggjur sem bæjarstjórn Akraneskaupstaðar lýsir varðandi ástand vega á Vesturlandi. Bæjarstjórn telur nauðsynlegt að veita nægilegum fjármunum til að vinna við tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi. Það er alveg ljóst að við núverandi ástand verður ekki unað enda hafa aðilar sem hafa þekkingu á viðfangsefninu og bera ábyrgð á úrlausn þess, eins og vegamálastjóri, lýst vegkaflann hættulegan. Gríðarleg aukning hefur orðið á umferðarálagi á þessu vegi á liðnum árum, bæði hvað varðar almenna umferð, umferð ferðafólks svo og umferð flutningabifreiða sem þjónusta atvinnulífið víða um land. Slíkri þróun verður að mæta með markvissum aðgerðum, bæði hvað varðar almenna þjónustu svo og úrbætur á veginum sjálfum.
18. Áskorun til samgönguyfirvalda, dags. 19. janúar 2018, frá forsvarsmönnum atvinnufyrirtækja á Grundartanga, vegna alvarlegs ástands Vesturlandsvegar á Kjalarnesi.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í áskoruninni. Bæjarstjórn fagnar þeirri miklu samstöðu sem kom fram á íbúafundinum sem haldinn var á Akranesi 24. janúar s.l. meðal fundarmanna, sveitastjórnarmanna og þingmanna kjördæmisins um bætt umferðaröryggi á Vesturlandsvegi. Bæjarstjórn þakkar bæjarstjórn Akraneskaupstaðar frumkvæðið að fundi um svo brýnt umferðaröryggismál.
19. Bréf Akraneskaupstaðar til lögreglustjórans á Vesturlandi, dags. 16. janúar 2018, varðandi sameiginlega lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.
20. Bréf Akraneskaupstaðar til lögreglustjórans á Vesturlandi, dags. 16. janúar 2018, varðandi almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.
21. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, varðandi breytilega vexti LS frá og með 1. febrúar 2018.
Lagt fram til kynningar.
22. Minnispunktar bæjarstjóra.
- Rætt um Sjóminjasafnið á Hellissandi. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn safnsins.
- Bæjarstjóri ræddi fasteignaskatt.
- Bæjarstjóri ræddi lífeyrissjóðsmál.
- Bæjarstjóri fór yfir önnur mál.
- Varðandi ljósleiðaramálin þá verða Arnarstapi, Hellnar og Malarrif tengdir í kringum miðjan febrúar.
- Bæjarstjóri ræddi fjármál.
- Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðslu ársins 2017.
- Bæjarstjóri fór yfir brunamál í stofnunum sveitarfélagsins.