Fundargerðir

Fundargerð bæjarstjórnar
306. fundur
1. mars 2018 frá kl. 16.00 – 18:10

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Kristjana Hermannsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Kristján Þórðarson, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Fundargerð 82. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 21. febrúar 2018.

Fundargerð samþykkt samhljóða (Sjá fundargerð)

2. Fundargerð 160. fundar menningarnefndar, dags. 21. febrúar 2018.

Fundargerðin samþykkt samhljóða (sjá fundargerð)

3. Fundargerð 112. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 22. febrúar 2018.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða liði 1-12 og 14.

Björn vék af fundi undir afgreiðslu á lið 13 og tók Kristján við stjórn fundarins.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða lið 13.

Kom Björn nú aftur inn á fundinn og tók við stjórn fundarins.

Fundargerð 112. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar

4. Fundargerð 174. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 6. febrúar 2018.

Lagt fram til kynningar.

5. Fundargerð 856. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. janúar 2018.

Lagt fram til kynningar.

6. Fundargerð 135. fundar stjórnar SSV, dags. 24. janúar 2018.

Lagt fram til kynningar.

7. Fundargerð 147. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 12. febrúar 2018.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf frá tæknifræðingi, dags. 26. febrúar 2018, varðandi ósk um umfjöllun og samþykki bæjarstjórnar um meðfylgjandi samþykkt um götu- og torgsölu.

Nokkur umræða skapaðist um samþykktina.  Bæjarstjórn var sammála um að reglurnar þyrftu nánari útskýringar áður en þær yrðu samþykktar.  Var því samþykkt samhljóða að óska eftir fundi með umhverfis- og skipulagsnefnd fyrir næsta fund bæjarstjórnar þar sem farið yrði betur yfir reglurnar.  Verða þær síðan lagðar aftur fyrir bæjarstjórnarfund í apríl.

9. Aðalfundarboð SSV, dags. 19. mars 2018.

Fulltrúar Snæfellsbæjar eru Björn H Hilmarsson, Júníana B Óttarsdóttir, Kristján Þórðarson og Fríða Sveinsdóttir.

10. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 16. febrúar 2018, varðandi auglýsingu eftir framboðum í stjórn.

Lagt fram til kynningar.

11. Bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 8. febrúar 2018, varðandi uppfærslur á raforkuflutningskerfi í dreifbýli.

Bæjarstjóri hefur þegar svarað erindinu.

12. Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 2. febrúar 2018, varðandi PISA 2018 fyrir 15 ára nemendur.

Lagt fram til kynningar.

13. Bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 8. febrúar 2018, varðandi uppgjör sveitarfélaga við Brú lífeyrissjóð.

Lagt fram til kynningar.

14. Bréf frá Þjóðskrá Íslands, dags. 30. janúar 2018, varðandi Kólumbusarbryggju 1.

Lagt fram til kynningar.

15. Bréf frá óbyggðanefnd, dags. 23. febrúar 2018, varðandi kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenskra ríkisins um þjóðlendur á Snæfellsnesi og opinber kynning óbyggðanefndar á þeim.

Lagt fram til kynningar.

16. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. febrúar 2018, varðandi viljayfirlýsingu um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreigni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar tekur heilshugar undir viljayfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

17. Bréf frá lögreglustjóranum á Vesturlandi, dags. 22. febrúar 2018, varðandi tillögu lögreglustjóra að samkomulagi um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar gerir engar athugasemdir við framkomin drög að samkomulagi um skipan sameiginlegrar almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi.

18. Minnispunktar bæjarstjóra.

Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit 2018.
Bæjarstjóri ræddi kostnað við snjómokstur í janúar og febrúar.
Bæjarstjóri ræddi brunavarnarkerfið í Klifi.
Bæjarstjóri ræddi ástandið í bæjarfélaginu eftir þessi vatnsveður sem hafa gengið yfir.
Bæjarstjóri ræddi ljósleiðarann.
Bæjarstjóri fór yfir stöðuna við gervigrasið á Ólafsvíkurvelli.
Árshátíð Snæfellsbæjar er 17. mars.

Fundi slitið kl. 18:10