Bæjarstjórn
308. fundur
3. maí 2018 frá kl. 16.00 – 18:58
Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Kristjana Hermannsdóttir, Júníana B. Óttarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Kristján Þórðarson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Dagskrá:
Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna. Óskaði hann eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 17. lið fundargerð 127. fundar hafnarstjórnar frá 2. maí 2018. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
1. Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2017.
Endurskoðendur Snæfellsbæjar, Hólmgrímur Bjarnason, Kristinn Kristófersson og Marínó Mortensen, mættu á fundinn og voru þeir boðnir velkomnir. Gerðu þeir grein fyrir helstu atriðum ársreikningsins ásamt því að fara yfir samanburðartölur milli sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.
Bæjarstjóri vildi koma á framfæri þakklæti til bæjarritara og forstöðumanna stofnana Snæfellsbæjar fyrir góðan árangur í rekstrinum, því án þeirra hefði þessi góði árangur í rekstri Snæfellsbæjar ekki náðst.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða ársreikning Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2017 og voru þeir undirritaðir.
Viku endurskoðendur að þessu loknu af fundi og var þeim þökkuð koman.
2. Fundargerðir 161. og 162. fundar menningarnefndar, dags 6. og 16. apríl 2018.
Fundargerðir samþykktar samhljóða.
3. Fundargerð 114. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 30. apríl 2018.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
4. Bréf frá Slysavarnardeildinni Helgu Bárðardóttur, dags. 27. apríl 2018, varðandi styrk til að bronsa styttuna „Jöklarar“ í Sjómannagarðinum á Hellissandi.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að styrkja verkefnið um kr. 750.000.-
5. Bréf frá Ásgeiri Björnssyni, dags. 19. apríl 2018, varðandi ósk um lækkun gatnagerðargjalda.
Bæjarstjórn getur því miður ekki orðið við erindinu.
6. Bréf frá Baldri Rafnssyni, dags. 25. apríl 2018, varðandi ósk um styrk vegna tónleika Stórsveitar Snæfellsness þann 1. maí.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita styrk til Stórsveitar Snæfellsness að upphæð kr. 23.000.-
7. Bréf frá Veritas lögmönnum, dags. 10. apríl 2018, varðandi mótmæli vegna skipulags- og byggingarmála á Arnarstapa.
Deiliskipulag er í gildi um stöðuleyfi húsa á umræddum reit. Þegar gengið var frá deiliskipulaginu var leitað umsagnar Vegagerðarinnar, sem ekki gerðir athugasemdir varðandi fjarlægð byggingarreita frá Arnarstapavegi.
Bent er á að hafa skal samband við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands vegna leyfisveitingar og framfylgd hennar.
8. Bréf frá forsvarsmönnum Hótels Arnarstapa, dags. 10. apríl 2018, varðandi stöðuleyfisveitingar á Arnarstapa.
Deiliskipulag er í gildi um stöðuleyfi húsa á umræddum reit. Þegar gengið var frá deiliskipulaginu var leitað umsagnar Vegagerðarinnar, sem ekki gerðir athugasemdir varðandi fjarlægð byggingarreita frá Arnarstapavegi.
Bent er á að hafa skal samband við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands vegna leyfisveitingar og framfylgd hennar.
9. Bréf frá Helgu Birkisdóttur, dags. 11. apríl 2018, varðandi stöðuleyfisveitingar á Arnarstapa.
Lagt fram til kynningar.
10. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 24. apríl 2018, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Sker restaurant ehf. um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingahús, sem reka á að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík, Snæfellsbæ.
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Sker restaurant ehf. um leyfi til rekstur veitingastaðar í flokki II, veitingahús, að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.
11. Bréf frá Hróknum, dags. 12. apríl 2018, varðandi tuttugu ára afmæli Hróksins.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að styrkja verkefnið um kr. 25.000.-
12. Bréf frá Íbúðalánasjóði, dags. 27. mars 2018, varðandi eignir Íbúðalánasjóðs til útleigu fyrir sveitarfélögin.
Lagt fram til kynningar.
13. Bréf frá Ferðamálastofu, dags. 26. mars 2018, varðandi ákvörðun um styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Lagt fram til kynningar.
14. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 9. apríl 2018, varðandi arðgreiðslu 2018.
Lagt fram til kynningar.
15. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, ódags., varðandi breytilega vexti LS.
Lagt fram til kynningar.
16. Samningur við Móabyggð ehf. um fasteignina Kólumbusarbryggja 1, innlausn lóðaréttinda og niðurrif mannvirkja sem á henni standa.
Bæjarstjóri fór yfir málið. Bæjarstjórn samþykkti framlagðan samning samhljóða.
17. Fundargerð 127. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 2. maí 2018.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
17. Minnispunktar bæjarstjóra.
- Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðslu fyrstu fjóra mánuði ársins
- Bæjarstjóri sagði frá því að búið væri að selja Eyja- og Miklaholtshreppi Laugagerðisskóla.
- Bæjarstjóri færði bæjarstjórn þakkir frá Elvu Hreiðarsdóttur, eiganda Hvíta hússins, vegna styrks.
- Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum við gervigrasvöllinn í Ólafsvík.