Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
312. fundur
3. október 2018 frá kl. 16.00 – 19:19

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Örvar Már Marteinsson (í fjarveru RÓ), Svandís Jóna Sigurðardóttir, Gunnsteinn Sigurðsson (í fjarveru MG), Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna. Óskaði hann eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 24. lið fundargerð fræðslunefndar, dags. 19. september 2018. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár. 

1. Málefni tjaldsvæða.

Rebekka Unnarsdóttir og Patrick Roloff, umsjónarmenn tjaldsvæðanna í Ólafsvík og á Hellissandi, mættu á fundinn og fóru yfir reksturinn.

2. Fundargerð 118. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 2. október 2018.

Nokkur umræða skapaðist um lið 5 í fundargerðinni. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins þar til fleiri upplýsingar hafa borist. Stefnt er að því að taka erindið aftur fyrir á bæjarráðsfundi síðar í mánuðinum.

Fundargerðin, liður 1 – 4 og 6 – 17, lögð fram til samþykktar. Bæjarstjórn samþykkti þessa liði fundargerðarinnar samhljóða.

3. Fundargerð 83. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 4. september 2018.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

4. Fundargerðir 164., 165. og 166. fundar menningarnefndar, dags. 27. ágúst, 11. september og 18. september 2018.

Fundargerðir samþykktar samhljóða, en bæjarstjórn vill beina því til nefndarinnar að huga vel að því hvernig viðburðir eru fjármagnaðir. Jafnframt vill bæjarstjórn fara fram á það að nefndin athugi hvort jólaþorp skarist á við aðra viðburði, eins og t.d. jólamarkað eldri borgara.

5. Fundargerð 176. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 4. september 2018.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð 96. fundar stjórnar FSS, dags. 17. september 2018.

Lagt fram til kynningar.

7. Fundargerð aðalfundar Byggðasamlags um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 17. september 2018.

Lagt fram til kynningar.

8. Fundargerð 862. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. ágúst 2018.

Lagt fram til kynningar.

9. Fundargerð 405. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 27. ágúst 2018.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga, dags. 7. september 2018, varðandi skólaakstur á haustönn 2017.

Lagt fram til kynningar.

11. Bréf frá Kjartani Sigurbjartssyni, dags. 7. september 2018, varðandi skipulagsmál á Arnarstapa.

Bæjarstjórn hefur þegar samþykkt að fara yfir skipulagsmál á Arnarstapa ásamt umhverfis- og skipulagsnefnd. Að því loknu verður boðað til fundar með hagsmunaaðilum á svæðinu.

12. Bréf frá eldvarnarsviði Mannvirkjastofnunar, dags. 12. september 2018, varðandi slökkvivatn á Arnarstapa og Hellnum.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til afgreiðslu tæknideildar.

13. Bréf frá Íbúðalánasjóði, dags. 11. september 2018, varðandi tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni.

Búið er að senda inn umsókn frá Snæfellsbæ.

14. Bréf frá Umhverfisvottun Snæfellsness, dags. 19. september 2018, varðandi sjálfbærnistefnu sveitarfélaganna 2018.

Lagt fram til kynningar.

15. Bréf frá Skógræktarfélagi Ólafsvíkur, dags. 16. september 2018, varðandi girðingar umhverfis skógræktarsvæði.

200m löng girðing var girt á svæðinu í sumar og vill bæjarstjórn sjá hvernig sú girðing reynist áður en farið er í meiri girðingaframkvæmdir.

16. Bréf frá Héraðssambandi Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, dags. 24. september 2018, varðandi ósk um fjárframlag frá sveitarfélögunum á svæðinu.

Það hefur verið þannig að Byggðasamlag Snæfellsness sér um framlög sveitarfélaganna til HSH og vísar bæjarstjórn erindinu þangað til afgreiðslu.

17. Þakkarbréf frá aðstandendum Sandara- og Rifsaragleði, dags. 18. september 2018.

Lagt fram til kynningar.

18. Bréf frá markaðs- og upplýsingafulltrúa Snæfellsbæjar, dags. 28. september 2018, varðandi aukin stöðugildi í Átthagastofu Snæfellsbæjar.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2019.

19. Bréf frá markaðs- og upplýsingafulltrúa Snæfellsbæjar, dags. 28. september 2018, varðandi aðgengi hreyfihamlaðra að húsnæðinu Kirkjutúni 2.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2019.

20. Bréf frá markaðs- og upplýsingafulltrúa Snæfellsbæjar, dags. 27. september 2018, varðandi nýtt safn í Pakkhúsi.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2019. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að fela markaðs- og upplýsingafulltrúa að boða til fundar með bæjarstjórn og menningarnefnd á tíma sem hentar.

21. Bréf frá forstöðumanni Tæknideildar Snæfellsbæjar, dags. 1. október 2018, varðandi verðkönnun á snjómokstri í Ólafsvík.

Forseti bæjarstjórnar lagði til að frávikstilboð frá B. Vigfússyni í snjómokstur verði tekið. Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum. Fríða, Gunnsteinn og Svandís sátu hjá.

J-listinn lagði til að fyrst um sinn verði gerður árssamningur, sem yrði endurskoðaður eftir árið. Þá yrði tekin ákvörðun um hvort samið verði aftur, og þá til þriggja ára. Tillögunni var hafnað.

J-listi lagði í framhaldinu fram eftirfarandi bókun: „J-listi telur verðmun lítinn og lýsir yfir vonbrigðum með það ekki fleiri verktakar innan sveitarfélagsins hafi skilað inn verði í snjómokstur.“

D-listi lagði fram eftirfarandi bókun: „Bæjarfulltrúar D-lista lýsa furðu sinni á því að bæjarfulltrúar J-listans skuli ekki vilja taka þátt í því að leita leiða til að draga úr kostnaði bæjarfélagsins við snjómokstur með því að taka frávikstilboðinu.“

J-listi lagði fram eftirfarandi bókun: „J-listi vill leiðrétta þann misskilning hjá fulltrúum D-listans að við, fulltrúar J-listans, viljum ekki leita leiða til að draga úr kostnaði við snjómokstur í Ólafsvík.“

22. Bréf frá SSV, dags. 1. október 2018, varðandi ungmennaþing Vesturlands.

Bæjarfulltrúum er boðið að sitja þingið og taka þátt á laugardeginum, 3. nóvember.

23. Tilnefning í öldrunarráð Snæfellsbæjar.

Tillaga kom um Margréti Vigfúsdóttur og Jóhönnu Gunnarsdóttur. Tillaga samþykkt samhljóða.

Tillaga um þriðja aðila, ásamt fulltrúum félags eldri borgara, mun koma fram á næsta fundi bæjarráðs.

24. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 19. september 2018.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

25. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit janúar – ágúst 2018.
  • Bæjarstjóri sagði frá því að forsætisráðherra og umhverfisráðherra hafi óskað eftir að fá að koma í heimsókn í Ráðhúsið á mánudaginn.
  • Bæjarstjóri sagði frá því að framkvæmdir við Lýsulaugar eru byrjaðar.
  • Bæjarstjóri sagði frá því að Fróðárheiðin yrði auglýst 6. október og að það vantaði bara herslumuninn á að þjóðgarðsmiðstöðina færi í útboð.
  • Bæjarfulltrúar ræddu fyrirkomulag íbúafundarins sem verður á morgun í Klifi.

Fundi slitið kl. 19:19