Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
313. fundur
8. nóvember 2018 frá kl. 16.00 – 18:47

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Örvar Már Marteinsson (í fjarveru JBÓ), Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Gunnsteinn Sigurðsson (í fjarveru SJS), Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna.  Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

1. Golfvöllur í Rifi – kynning. 

Edwin Roald mætti á fundinn í gegnum Skype og kynnti fyrir bæjarstjórn hugmyndir Golfklúbbsins Jökuls að nýjum golfvelli í Rifi.  Edwin var þökkuð góð kynning og vék hann af fundi.

2. Fundargerð stjórnar Jaðars, dags. 2. október 2018. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3. Fundargerð velferðarnefndar, dags. 8. október 2018. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4. Fundargerð 128. fundar hafnarstjórnar, dags. 3. október 2018. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5. Fundargerð 119. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 1. nóvember 2018. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6. Fundargerðir ungmennaráðs, dags. 26. september, 10. október, 29. október og 1. nóvember 2018. 

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

7. Fundargerðir 167., 168. og 169. fundar menningarnefndar, dags. 10. október, 24. október og 25. október 2018. 

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

8. Fundargerð 177. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 2. október 2018. 

Lagt fram til kynningar.

9. Fundargerð 152. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 29. október 2018. 

Lagt fram til kynningar.

10. Fundargerð framkvæmdaráðs Byggðasamlags Snæfellsness, ásamt fylgigögnum, dags. 5. október 2018. 

Lagt fram til kynningar.

11. Fundargerð 863. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. september 2018. 

Lagt fram til kynningar.

12. Fundargerð 864. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. október 2018. 

Lagt fram til kynningar.

13. Fundargerð 406. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 5. október 2018. 

Lagt fram til kynningar.

14. Bréf frá Skógræktarfélagi Ólafsvíkur, dags. 29. október 2018, varðandi girðingar. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að bæjarstjóri taki þetta mál upp í vor með formanni Skógræktarfélagsins.

15. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dags. 30. október 2018, varðandi fjárhagsáætlun eftirlitsins. 

Lagt fram til kynningar.

16. Bréf frá skólastjóra, dags. 6. nóvember 2018, varðandi fjárveitingar til grunnskólans á árinu 2019. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

17. Bréf frá SEEDS, dags. 31. október 2018, varðandi samstarf á árinu 2019. 

Bæjarstjórn getur því miður ekki orðið við erindinu.

18. Bréf frá mennta- og menningarmálaráðherra, dags. í október 2018, varðandi Dag íslenskrar tungu. 

Lagt fram til kynningar.

19. Bréf frá Brunabót, dags. 18. október 2018, varðandi ágóðahlutagreiðslu 2018. 

Lagt fram til kynningar.

20. Drög að samstarfssamningi milli Snæfellsbæjar og Frystiklefans í Rifi fyrir árin 2019-2022. 

Bæjarstjórn tekur vel í þessi drög, en samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að ræða við Kára um texta samningsins áður en honum verður vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

21. Drög að samningi milli Snæfellsbæjar og Mílu vegna ljósleiðara. 

Bæjarstjóri lagði fram drög að samningi og útskýrði hvað í honum fólst. 

Bæjarstjórn staðfesti drögin fyrir sitt leiti.

22. Tilnefning í öldrunarráð Snæfellsbæjar. 

Tilnefning kom um Aðalsteinu Erlu Laxdal Gísladóttur og var það samþykkt samhljóða. 

Tilnefndir frá Félagi eldri borgara í Snæfellsbæ voru Pétur Steinar Jóhannsson og Jón Guðmundsson. 

Tengiliður frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga er Sveinn Þór Elinbergsson 

Er nefndin nú fullskipuð.

23. Minnispunktar bæjarstjóra:

  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit 2018. 
  • Bæjarstjóri fór yfir kostnað við gervigrasið í Ólafsvík. 
  • Bæjarstjóri fór yfir framkvæmdir við sundlaugina á Lýsuhóli. 
  • Næsti fundur bæjarstjórnar verður aukafundur, fimmtudaginn 15. nóvember, kl. 13:00, þar sem fjallað verður um fjárhagsáætlun.  Í beinu framhaldi af þeim fundi, eða kl. 13:30, verður sameiginlegur fundur bæjarstjórnar og umhverfis- og skipulagsnefndar og mun svo verða farið með rútu á Arnarstapa. 
  • Farið var yfir forsendur fyrir fjárhagsáætlun 2019. 
  • Bæjarstjóri fór yfir varmadælumál í Ráðhúsinu. 
  • Bæjarstjóri fór yfir málefni HVE eftir fund í síðustu viku. 
  • Bæjarstjóri sagði frá því að hann væri að halda fyrirlestur á þingi Umhverfisstofnunar á morgun. 
  • Bæjarstjóri sagði frá því að heilbrigðisfulltrúi og tæknifræðingur fóru um bæjarfélagið í gær til að gefa eigendum númerslausra bifreiða viðvörun og áminningu um að láta fjarlægja þá. 
  • Bæjarstjóri sagði frá því að nú er loksins búið að bjóða út lokakaflann á Fróðárheiðinni. 
  • Bæjarstjóri sagði frá því að Peter Lang er kominn í Líknina og verður þar í vetur.

Fundi slitið kl. 18:47