Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
315. fundur
6. desember 2018 frá kl. 15.00 – 17:45

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomnaÓskaði hann eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 30. lið, fundargerð 129. fundar hafnarstjórnar, og sem 31. lið, tilnefningu varamanna í öldrunarráð Snæfellsbæjar.  Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár. 

1. Fundargerð 301. fundar bæjarráðs, dags. 25. október 2018. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2. Fundargerð 1. fundar öldrunarráðs, dags. 29. nóvember 2018. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3. Fundargerð 120. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 29. nóvember 2018. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4. Fundargerðir 170., 171., 172., 173., 174., 175., 176. og 177. fundar menningarnefndar, dags. 2., 7., 13., 22., 28., og 30. nóvember, og 1. og 2. desember 2018. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að ræða við formann og ritara menningarnefndar um framtíðarfyrirkomulag á fundum og vinnu nefndarinnar. 

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

5. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 8. nóvember 2018. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð velferðarnefndar, dags. 12. nóvember 2018. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7. Fundargerð 97. fundar stjórnar FSS, dags. 28. nóvember 2018, ásamt fjárhagsáætlun FSS árið 2019. 

Bæjarstjórn staðfestir fjárhagsáætlun FSS árið 2019 fyrir sitt leyti. 

8. Fundargerð 407. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 24. október 2018. 

Lagt fram til kynningar.

9. Fundargerð 408. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 23. nóvember 2018. 

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dags. 30. október 2018, ásamt fjárhagsáætlun HeV árið 2019. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fjárhagsáætlun HeV árið 2019 fyrir sitt leiti.

11. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 23. nóvember 2018, varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að við úthlutun byggðakvóta í Snæfellsbæ (Arnarstapa, Hellissandi, Rifi og Ólafsvík), þá verði farið eftir reglugerð Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 5. júlí 2018, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019. 

Þó óskar bæjarstjórn Snæfellsbæjar eftir því að gerðar verði þrjár breytingar á úthlutunarreglum fyrir byggðakvóta í Snæfellsbæ.  Þær eru eftirfarandi: 

  1. Í 1.gr., C lið breytist orðalagið úr „í viðkomandi byggðarlagi“ í „í viðkomandi sveitarfélagi“. 
  2. Í 4.gr., 1.mgr. (6. lína), breytist orðalagið úr „í þorskígildum talið innan viðkomandi byggðarlags“ í „í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags“. 
  3. Í 6.gr., 1.mgr. (1. lína), breytist orðalagið úr „innan hlutaðeigandi byggðarlaga“ í „innan hlutaðeigandi sveitarfélaga“. 

Rök bæjarstjórnar Snæfellsbæjar fyrir þessum breytingum er sú staðreynd að á Arnarstapa og á Hellissandi eru ekki reknar fiskvinnslur og því er ekki hægt að landa afla til vinnslu á þeim stöðum.

Ef ráðuneytið verður við þessum óskum, þá mun byggðakvótinn nýtast innan sveitarfélagsins, en það skiptir miklu máli fyrir Snæfellsbæ að geta nýtt úthlutaðan byggðakvóta.

12. Bréf frá HSH, dags. 14. nóvember 2018, varðandi framtíðaráform sveitarfélagsins í íþróttamálum. 

Undanfarin ár hefur Snæfellsbær byggt upp eða stutt við bakið á uppbygginu á aðstöðu fyrir ýmsar íþróttagreinar í sveitarfélaginu.  Þar má nefna t.d. motocrossbraut, gervigrasvöll fyrir knattspyrnuiðkun, reiðhöll, endurbætur á sundlaugaraðstöðu og fleira. 

Uppbygging á aðstöðu frjálsíþróttavallar er ekki á döfinni, en sú aðstaða sem fyrir er í Snæfellsbæ, t.d. á Lýsuhóli, knattspyrnuvöllur, reiðskemma, golfvöllur og fleira, gæti eflaust nýst að einhverju leiti fyrir slíka iðkun .  Að sjálfsögðu mun Snæfellsbær reyna að standa á bak við allt ungmennastarf sem möguleiki er á að gera.

13. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. desember 2018, varðandi umboð til kjara-samningsgerðar. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til kjarasamnings- gerðar fyrir hönd Snæfellsbæjar.

14. Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 20. nóvember 2018, varðandi tilnefningu í ráðgjafanefnd um þjóðgarðinn Snæfellsjökul. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að tilnefna Kristinn Jónasson og Margréti Björk Björnsdóttur fyrir hönd Snæfellsbæjar.

15. Bréf frá Veraldarvinum, dags. 28. nóvember 2018, varðandi samstarf á árinu 2019. 

Bæjarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu.

16. Bréf frá Verkís, dags. 25. september 2018, varðandi hreinsun fráveitu í Snæfellsbæ. 

Lagt fram til kynningar.

17. Bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd, dags. 25. október 2018, varðandi Kólumbusarbryggju 1, ásamt tölvubréfi frá Sveini Jónatanssyni, lögmanni Snæfellsbæjar, dags. 12. nóvember 2018, varðandi sama mál. 

Bæjarstjóri fór yfir málið.

18. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 7. nóvember 2018, varðandi viðauka við fjárhagsáætlun. 

Lagt fram til kynningar.

19. Bréf frá Hafnasambandi Íslands, dags. 26. nóvember 2018, varðandi ályktun 41. hafnasambandsþings um öryggi í höfnum. 

Lagt fram til kynningar.

20. Samantekt frá Deloitte á rekstri sjávarútvegsfélaga á Austurlandi, Grindavík, Vestmannaeyjum, Snæfellsnesi og Vestfjörðum. 

Lagt fram til kynningar.

21. Bréf frá fulltrúum D-listans í bæjarstjórn, dags. 3. desember 2018, varðandi frístundastyrk, ásamt reglum um frístundastyrki í Snæfellsbæ. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða framlagðar reglur um frístundastyrki.

22. Fundargerð frá opnun verðkönnunar í tryggingar fyrir Snæfellsbæ og Hafnarsjóð, dags. 29. nóvember 2018. 

Tvö verð komu í könnuninni og samþykkti bæjarstjórn samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

23. Bréf frá Golfklúbbnum Jökli, dags. 27. nóvember 2018, varðandi ósk um fjárframlag frá Snæfellsbæ til að gera nýjan golfvöll í Rifi. 

Bæjarstjórn samþykkti með 4 atkvæðum að veita Golfklúbbnum Jökli styrk að upphæð kr. 10 millj. á ári í 4 ár.  Fríða, Michael og Svandís voru á móti.

24. Bréf frá bæjarritara, dags. 22. nóvember 2018, varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna snjómoksturs á árinu 2018. 

Bæjarstjórn samþykkti beiðnina samhljóða og verður upphæðin tekin af lið 27-10, Ófyrirséð.

25. Bréf frá forstöðumanni Jaðars, ódags., varðandi ósk um aukafjárveitingu, ásamt útreiknaðri þörf á breytingu á fjárhagsáætlun Jaðars fyrir árið 2018. 

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða, enda kemur ekki til aukinna útgjalda vegna þessa.

26. Bréf frá Guðrúnu M. Magnúsdóttur, verkefnastjóra Umhverfisvottunar Snæfellsness, dags. 6. september 2018, varðandi kynningu á umhverfisvottunarverkefninu. 

Guðrún M Magnúsdóttir, verkefnastjóri Umhverfisvottunar Snæfellsness mætti á fundinn og kynnti umhverfisvottunarverkefnið fyrir bæjarfulltrúum.

27. Gjaldskrár Snæfellsbæjar fyrir árið 2019. 

Lagðar voru fram eftirfarandi gjaldskrár: 

  • Álagningarprósenta útsvars árið 2019: Samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá fasteignagjalda 2019: Samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá leikskólagjalda 2019: Samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá leikskólasels á Lýsuhóli 2019: Samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá Grunnskóla Snæfellsbæjar 2019: Samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá Tónlistarskóla Snæfellsbæjar 2019: Samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá sundlaugar og íþróttahúss í Ólafsvík 2019: Samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá Lýsulauga og félagsheimilisins á Lýsuhóli 2019: Samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá slökkviliðs Snæfellsbæjar 2019: Samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá sorphirðu 2019: Samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá hundaleyfisgjalda 2019: Samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá byggingaleyfisgjalda 2019: Tillaga kom um að bæta við lið í 3.gr., þjónustugjöld.  Þar kæmi:  Stöðuleyfi fyrir báta á skipulögðum geymslusvæðum verði gjaldfrjálst.  Samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá gatnagerðargjalda 2019: Samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá fyrir félagsheimilið Röst 2019: Samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá fyrir félagsheimilið Klif 2019: Samþykkt samhljóða. 

28. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar, A- og B- hluta stofnana fyrir árið 2019.  Seinni umræða. 

Eftirfarandi var lagt fram til samþykktar: 

  1. Styrkir á fjárhagsáætlun 2019: Samþykkt samhljóða. 
  2. Framkvæmdaáætlun Snæfellsbæjar 2019: Samþykkt samhljóða. 
  3. Framkvæmdaáætlun Hafnarsjóðs 2019: Samþykkt samhljóða. 

 Eftirfarandi bókun var lögð fram frá bæjarstjórn Snæfellsbæjar: 

“Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir Snæfellsbæ. Fjórða árið í röð voru gjaldskrár leikskóla og grunnskóla ekki hækkaðar. Á nokkrum gjaldskrám varð smávægileg hækkun. Útsvarsprósenta í Snæfellsbæ verður óbreytt og sama er að segja um álagningarprósentu fasteignagjalda.

Bæjarstjórn  leggur  á það áherslu að haldið verið áfram þeirri góðu þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu og að henni hlúð eins og kostur er.  Styrkir til félagasamtaka hækka töluvert mikið á árinu 2019 eða um 42,5% á milli ára.  Styrkir á árinu 2019 verða kr. 59.635.000.-  Að venju eru hæstu styrkirnir til íþrótta- og ungmennastarfs.

Það má jafnframt geta þess að á árinu 2019 verða í fyrsta skipti teknir upp frístundastyrkir í Snæfellsbæ.  Markmiðið með þessu, ásamt því að hækka ekki gjaldskrár skóla, leikskóla og sundlaugar, er að gera búsæld í Snæfellsbæ auðveldari fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur. 

Gert er ráð fyrir miklum framkvæmdum á árinu 2019, en gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins verði 419,3 milljónir króna, þar af 174,5 milljónir hjá bæjarsjóði Snæfellsbæjar og 244,8 milljónir hjá hafnarsjóði.  Stærstu fjárfestingar ársins eru gatna- og gangstéttaframkvæmir, en gert er ráð fyrir 85 millj. þar, og 114,7 milljónir í lengingu Norðurgarðs í Ólafsvík.  Ennig er gert ráð fyrir um 54 millj., í dýpkun á Arnarstapa.  Auk þess verður farið í ýmsar aðrar framkvæmdir hjá hafnarsjóði og aðrir smærri framkvæmdir hjá Snæfellsbæ, en meginmarkmið ársins verður að styrkja innviði stofnana Snæfellsbæjar. 

Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar er góð, en þó að undanfarin ár hafi tekist að borga skuldir niður jafnt og þétt þá tókst það ekki á árinu 2018, en ný lán þurfti að taka á árinu vegna mikilla framkvæmda og greiðslu lífeyrisskuldbindinga.  Ekki er gert ráð fyrir hækkun skulda á árinu 2019, sem er gott.  Gert er ráð fyrir að skuldahlutfall Snæfellsbæjar fari ekki yfir 70% í A-hluta, en skv. sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfallið ekki fara yfir 150% og er þá Snæfellsbær vel innan marka. 

Hafnarsjóður Snæfellsbæjar er vel rekinn og verða miklar framkvæmdir á hans vegum árið 2019, eins og áður kemur fram, eða tæpar 245 m.kr.  Hafnarsjóður er fjárhagslega vel stæður og skuldar engin langtímalán. 

Rekstur Snæfellsbæjar hefur verið með ágætum undanfarin ár og er það að miklu leyti því að þakka hversu gott samstarf hefur verið við forstöðumenn og starfsfólk Snæfellsbæjar.  Bæjarstjórn Snæfellsbæjar treystir á að samstarfið verði áfram jafngott, því einungis þannig verður hægt að ná fram góðum rekstri.  

Samstarf í bæjarstjórn Snæfellsbæjar er gott og vann öll bæjarstjórn saman að gerð fjárhagsáætlunar á sérstökum vinnufundum sem haldnir voru og er full samstaða um alla liði fjárhagsáætlunar og er það afar mikilvægt að samstaða sé  góð í bæjarstjórn. 

Björn H Hilmarsson 

Júníana Bj. Óttarsdóttir 

Auður Kjartansdóttir 

Rögnvaldur Ólafsson 

Svandís Jóna Sigurðardóttir 

Michael Gluszuk 

Fríða Sveinsdóttir“ 

Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2019 var samþykkt samhljóða. 

29. Þriggja ára áætlun A- og B-hluta stofnana Snæfellsbæjar fyrir árin 2020-2022. 

Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans lögð fram og samþykkt samhljóða.

30. Fundargerð 129. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 4. desember 2018. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

31. Tilnefning varamanna í öldrunarráð Snæfellsbæjar. 

Tilnefning kom um Ólaf Steingrímsson, Guðlaugu Íris Tryggvadóttur og Guðbjörn Ásgeirsson og var það samþykkt samhljóða. 

Tilnefndir frá Félagi eldri borgara í Snæfellsbæ voru Ragnheiður Víglundsdóttir og Auður Grímsdóttir.

32. Minnispunktar bæjarstjóra. 

  • Bæjarstjóri ræddi það að snjómokstur yrði ekki á gervigrasvellinum í Ólafsvík. 
  • Bæjarstjóri sagði frá því að áningarstaðurinn við Bjarnarfoss hefði í gær fengið Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2018. 
  • Bæjarstjóri sagði frá átakinu við að fjarlægja númerslausar bifreiðar. 
  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit ársins. 
  • Bæjarstjóri fór yfir rekstur stofnana og upplýsti það að hann væri yfirhöfuð mjög góður.

Fundi slitið kl. 17:45.