Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
316. fundur
10. janúar 2019 frá kl. 16.00 – 17:44.

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár. 

1. Umræða um nýbúakennslu.   

Hilmar Már Arason, skólastjóri grunnskóla Snæfellsbæjar mætti á fundinn og fór yfir ýmis mál tengd skólanum, og þá sér í lagi nýbúakennslu.  Var honum svo þökkuð koman og vék hann af fundi. 

2. Fundargerðir 178. og 179. fundar menningarnefndar, dags. 4. og 22. desember 2018. 

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða. 

3. Fundargerð 121. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 13. desember 2018. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4. Fundargerð 178. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 4. desember 2018. 

Lagt fram til kynningar.

5. Fundargerð 865. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. nóvember 2018. 

Lagt fram til kynningar.

6. Fundargerð 866. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. desember 2018. 

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 3. janúar 2018, varðandi aukafjárveitingu til að endurnýja heitan pott í sundlaug Snæfellsbæjar. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita aukafjárveitingu til endurnýjunar á heitum potti í sundlaug Snæfellsbæjar, allt að kr. 718.000.-.  Bæjarstjórn vill samt koma þeim skilaboðum á framfæri að nú er nýbúið að samþykkja fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 og hefði þessi ósk átt að koma fram við þá vinnu.

8. Gjaldskrá Félagsheimilisins á Lýsuhóli árið 2019. 

Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrána samhljóða.

9. Bréf frá Mannvirkjastofnun, dags. 21. desember 2018, varðandi slökkvivatn á Arnarstapa og Hellnum. 

Bæjarstjóri fór yfir það að það hafi átt að vera búið að svara þessu fyrir löngu, en það verður nú gert strax eftir helgi.

10. Bréf frá Bryndísi Hlöðversdóttur, dags. 19. desember 2018, varðandi starfshóp um endurskoðun kosningalaga. 

Lagt fram til kynningar.

11. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. desember 2018, varðandi vinnumansal og kjör erlends starfsfólks. 

Lagt fram til kynningar.

12. Bréf frá Velferðarráðuneytinu, dags. 30. nóvember 2018, varðandi fjölgun hjúkrunarrýma á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík. 

Bæjarstjóri fór yfir fund sem hann fór á í ráðuneytinu á þriðjudaginn, ásamt forstöðumanni Jaðars.

13. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 14. desember 2018, varðandi tilnefningu fulltrúa frá Snæfellsbæ í vatnasvæðanefnd. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að það sé best í stöðunni að SSV sjái um tilnefningar í nefndina fyrir sitt svæði.

14. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 20. desember 2018, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Ennisbrautar 1 ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Ennisbraut 1 í Ólafsvík, Snæfellsbæ. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti fyrir sitt leiti ofangreinda umsókn Ennisbrautar 1 ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Ennisbraut 1 í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

15. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 11. desember 2018, varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019. 

Lagt fram til kynningar.

16. Bréf frá Íbúðalánasjóði, dags. 17. desember 2018, varðandi Leigufélagið Bríeti ehf. sem hefur yfirtekið eignarhald og rekstur á fasteignum sjóðsins. 

Lagt fram til kynningar.

17. Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 3. janúar 2019, varðandi velferðarstefnu Vesturlands. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar.  Bæjarfulltrúar geta komið þar inn með athugasemdir um stefnuna ef einhverjar eru.

18. Minnispunktar bæjarstjóra. 

  • Bæjarstjóri sagði frá þeim möguleika að greiða upp lán frá Íbúðalánasjóði sem hafa tiltölulega háa vexti og taka í staðinn lán fá Lánasjóði sveitarfélaga sem myndi bera mun lægri vexti.  Einhver lán verða borguð á morgun og önnur seinna í vor. 
  • Bæjarstjóri fór yfir að það þurfti að fara í töluverðar framkvæmdir á salernisaðstöðu í Röst, og standa þær framkvæmdir yfir núna.  Jafnframt þurfti að endurnýja hitakúta. 
  • Bæjarstjóri fór yfir varmadælumál í Ráðhúsinu. 
  • Bæjarstjóri sagði frá því að sundlaugin á Lýsuhóli var steypt í dag. 
  • Bæjarstjóri sagði frá því að jarðvegsvinna vegna þjóðgarðsmiðstöðvar verði boðin út mjög fljótlega. 
  • Bæjarstjóri sýndi fyrirhugað vegstæði vegna endurbættrar Fróðárheiðar norðan megin. 
  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit 2018. 

Fundi slitið kl. 19:19