Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
317. fundur
31. janúar 2019 frá kl. 16.00 – 18:17.

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Örvar Már Marteinsson (í fjarveru RÓ), Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna.  Óskaði hann eftir að fá að taka inn með afbrigðum nokkur mál: sem 7. lið bréf frá Helgu Birkisdóttur, sem 8. l fundargerð stjórnar Jaðars, sem 9. lið fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar, sem 10. lið fundargerð menningarnefndar og sem 11. lið fundargerð öldrunarráðs.  Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

1. Bréf frá Rut Ragnarsdóttur, varðandi Pakkhúsið. 

Rut mætti á fundinn og fór yfir hugmyndir sínar varðandi úthýsingu á rekstri Pakkhússins. 

Bæjarstjórn tók mjög jákvætt í þessar hugmyndir og samþykkti samhljóða að fela bæjarritara að gera uppkast að samningi við Rut um rekstur Pakkhússins í eitt ár frá 1. mars n.k.  Samningurinn verður lagður fram til samþykktar á næsta fundi bæjarstjórnar.

2. Bréf frá skólastjóra, dags. 14. janúar 2019, vísað til bæjarstjórnar frá bæjarráði: 

  • Liður 2: stuðningur við kennaranema. 
    • Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fjölga dögum sem kennaranemar fá á launum til að stunda sitt nám úr 5 í 10 á skólaárinu.  Eftir sem áður er þessi úthlutun undir stjórn skólastjóra. 
  •  Liður 3: styrkur til heilsueflingar. 
    • Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að niðurgreiðsla bæjarins til starfsfólks vegna heilsueflingar verði að hámarki kr. 25.000.- á ári.  Bæjarstjórn samþykkti að fela bæjarritara að útbúa úthlutunarreglur og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

3. Bréf frá Forsætisráðuneytinu, dags. 28. janúar 2019, varðandi sveitarfélögin og heimsmarkmiðin. 

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. janúar 2019, varðandi landsþing SÍS. 

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 23. janúar 2019, varðandi sjálfboðaliðaverkefni 2019. 

Lagt fram til kynningar.

6. Velferðarstefna Vesturlands – vísað til skoðunar í bæjarstjórn frá síðasta fundi. 

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf frá Helgu Birkisdóttur, dags. 30. janúar 2019, varðandi fund umhverfis- og skipulagsnefndar og hagsmunaaðila á Arnarstapa frá 25. janúar s.l. 

Bæjarstjórn vill að sjálfsögðu gæta að grósku hjá fyrirtækjum í Snæfellsbæ, án þess að ganga á hagsmuni einstakra aðila.  Bæjarstjórn telur að það hljóti að vera til hagsmuna fyrir bæjarfélagið sem heild þegar fyrirtækjum gengur vel og hagsmunaaðilar eru ánægðir.  Það er engan veginn vilji bæjarstjórnar að fyrirtæki flytji burt úr sveitarfélaginu, en allir þurfa að fara eftir því skipulagi sem í gildi er á svæðinu hverju sinni.  

8. Fundargerð stjórnar Jaðars, dags. 30. janúar 2019. 

Bæjarstjórn samþykkti fundargerðina samhljóða.

9. Fundargerð 84. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 16. janúar 2019. 

Bæjarstjórn samþykkti fundargerðina samhljóða.

10. Fundargerð 180. fundar menningarnefndar, dags. 30. janúar 2019. 

Bæjarstjórn samþykkti fundargerðina samhljóða.

11. Fundargerð 2. fundar öldrunarráð Snæfellsbæjar, dags. 17. janúar 2019. 

Bæjarstjórn samþykkti fundargerðina samhljóða.

12. Minnispunktar bæjarstjóra. 

  • Bæjarstjóri sagði frá áætluðum kostnaði við snjómokstur í janúar. 
  • Bæjarstjóri sýndi staðgreiðslu 2018 ásamt framlögum frá Jöfnunarsjóði. 
  • Bæjarstjóri sýndi myndband sem tekið var upp í Snæfellsbæ um málarann Peter Lang, sem sýnt var í sjónvarpi í Bæjaralandi um daginn. 
  • Næsti fundur bæjarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 21. febrúar.

Fundi slitið kl. 18:17