Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
312. fundur
3. október 2018 frá kl. 16.00 – 19:19

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna. Óskaði hann eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 24. lið, bréf frá ungmennaráð félagsmiðstöðvarinnar Afdreps. Var það samþykkt. Einnig var samþykkt að færa fyrsta liðinn neðar í fundargerð, en fulltrúar frá handverkshópnum mæta á fundinn kl. 17:00 og verður liður 1 tekinn fyrir á þeim tímapunkti. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

1. Fundargerð velferðarnefndar, dags. 28. janúar 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

2. Fundargerðir 3., 4. og 5. fundar öldrunarráðs, dags. 29. janúar, 28. janúar og 11. febrúar 2019. 

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða. 

3. Fundargerð 181. fundar menningarnefndar, dags. 19. febrúar 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

4. Fundargerð 122. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 25. janúar 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

5. Fundargerð 123. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 1. febrúar 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

6. Fundargerð 179. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 12. febrúar 2019. 

Lagt fram til kynningar.

7. Fundargerð 867. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. janúar 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

8. Fundargerð 409. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 18. janúar 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

9. Bréf frá leikskólastjóra, dags. 30. janúar 2019, varðandi ósk um aukafjárveitingu. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fresta erindinu til næsta fundar og fela bæjarstjóra að skoða málið í millitíðinni. 

10. Bréf frá Hesteigendafélaginu Hring í Ólafsvík, dags. 29. október 2018, varðandi ósk um styrk vegna fasteignagjalda af reiðskemmunni að Fossárvegi 7. 

Ofangreint erindi barst í aðdraganda fjárhagsáætlunarvinnu, en það fórst fyrir að taka það til efnislegrar umfjöllunar, og er það því tekið hér fyrir aftur. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita styrk til greiðslu fasteignagjalda af eigninni. 

11. Bréf frá eigendum Sólarsports ehf., dags. 15. febrúar 2019, varðandi húsnæðið á efri hæð sundlaugarinnar. 

Bæjarstjórn þykir ánægjulegt þegar fyrirtækjum í bæjarfélaginu gengur vel, en reglan er hins vegar sú að Snæfellsbær styrkir ekki einkafyrirtæki í sinni starfsemi.  Bærinn hefur eingöngu styrkt félagasamtök og almennt ungmenna- og æskulýðsstarf.  Aðstandendum Sólarsports er hins vegar velkomið að mæta á næsta fund bæjarstjórnar. 

12. Bréf frá Antoni Gísla Ingólfssyni, dags. 12. febrúar 2019, varðandi Áhaldahús Snæfellsbæjar. 

Almenn starfsmannamál heyra ekki undir bæjarstjórn, heldur undir forstöðumenn og bæjarstjóra.  Bæjarstjórn samþykkti því samhljóða að vísa erindinu til forstöðumanns tæknideildar. 

13. Bréf frá Öldu, félag um sjálfbærni og lýðræði, ódags., varðandi ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðisins. 

Lagt fram til kynningar. 

14. Bréf frá SSV, dags. 11. febrúar 2019, varðandi fræðsluferð kjörinna fulltrúa og framkvæmdastjóra sveitarfélaga í vor. 

Lagt fram til kynningar. 

15. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 12. febrúar 2019, varðandi áfangastaðaáætlanir. 

Lagt fram til kynningar. 

16. Bréf frá verkefnastjóra Umhverfisvottunar Snæfellsness, dags. 11. febrúar 2019, varðandi vottun Snæfellsness 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

17. Fundarboð á 79. hérsþing HSH, dags. 14. mars 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

18. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 11. febrúar 2019, varðandi framboð til stjórnar sjóðsins. 

Lagt fram til kynningar. 

19. Bréf frá Íbúðalánasjóði, ódags., varðandi húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. 

Lagt fram til kynningar. 

20. Bréf frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, dags. 5. febrúar 2019, varðandi ályktunum þjónustu hjúkrunarheimila og þjónustu í dagdvalarrýmum. 

Lagt fram til kynningar. 

21. Bréf frá Öryrkjabandalagi Íslands, dags. 12. febrúar 2019, varðandi notendaráð fatlaðs fólks. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til forstöðumanns Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. 

22. Bréf frá framkvæmdastjóra Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 12. febrúar 2019, varðandi verkefnið Umhverfingu og kynningu á Jarðarstund 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

23. Pakkhúsið. 

Fulltrúar frá handverkshópi Snæfellsbæjar mættu á fundinn kl. 17:00 og voru boðnar velkomnar.  Hópurinn lagði fram skjal með minnispunktum og urðu miklar umræður um starfsemina í Pakkhúsinu.  Bæjarstjórn þykir miður að upplýsingar til hópsins hafi ekki borist með réttum hætti. 

24. Bréf frá ungmennaráði félagsmiðstöðvarinnar Afdreps, dags. 5. febrúar 2019, varðandi niðurfellingu á leigu í Klifi vegna söngvakeppni þann 20. febrúar. 

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða, enda fellur það undir reglur Snæfellsbæjar um niðurfellingu á leigu félagsheimilanna. 

25. Minnispunktar bæjarstjóra. 

  • Bæjarstjóri minnti á heimsókn bæjarstjórnar til Peter Lang í Líkninni nú strax eftir fund. 
  • Bæjarstjóri sagði frá tjóni sem varð í íþróttahúsinu. 
  • Bæjarstjóri sagði frá snjómokstri og hálkuvörnum. 

Fundi slitið kl. 18:13