Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
319. fundur
14. mars 2019 frá kl. 16.00 – 17:30

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Michael Gluszuk, Gunnsteinn Sigurðsson (í fjarveru SJS), Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár. 

1. Fundargerð 124. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 28 febrúar 2019.

Eftirfarandi bókun var lögð fram við liði 4-8 í fundargerðinni: 

„Bókun J-listans við fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar, liðir 4 til 8. 

Við undirrituð, tökum undir bókun Drífu Skúladóttur við lið 4-8 í fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 28. febrúar 2019.  Það er okkar ábyrgð, fulltrúa í bæjarstjórn Snæfellsbæjar, að hvetja til uppbyggingar á ferðamannastöðum og vinna með þeim.  Það er okkar hagur, Snæfellsbæjar, að hér sé starfrækt arðbær þjónusta og varanleg uppbygging á fasteignum sem skilar tekjum til sveitarfélagsins. 

Og við hvetjum þá sem eru að sækja um leyfi fyrir söluvagna að sækja um lóðir og byggja. 

Fríða Sveinsdóttir, Michael Gluszuk, Gunnsteinn Sigurðsson“ 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 28. janúar 2019. 

Bæjarstjórn óskar eftir að fallið verði frá fyrirhuguðum áætlunum um „unisex“ salerni í grunnskólanum og telur að best sé að hafa salernin kynjaskipt eins og verið hefur.

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

3. Fundargerð velferðarnefndar, dags. 11. febrúar 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

4. Fundargerðir ungmennaráðs, dags. 28. janúar og 5. febrúar 2019. 

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða. 

5. Fundargerð 85. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 21. febrúar 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

6. Fundargerð stjórnar Jaðars, dags. 25. febrúar 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

7. Fundargerð 868. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22. febrúar 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

8. Fundargerð 410. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 15. febrúar 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

9. Fundarboð aðalfundar SSV, dags. 3. apríl 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

10. Fundarboð aðalfundar LS, dags. 29. mars 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

11. Bréf frá Helgu Birkisdóttur, dags. 26. febrúar 2019, varðandi fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar með hagsmunaaðilum á Arnarstapa þann 25. janúar s.l. 

Bæjarstjórn þykir miður að upplifun Helgu af umræddum fundi hafi verið með þessum hætti, og alls ólík upplifun annarra fundarmanna á staðnum. Bæjarstjórn ítrekar að markmið hennar sé ávallt það að gæta hagsmuna allra aðila á svæðinu, bæði heimamanna, gesta og þjónustuaðila, án þess að ganga á hagsmuni einstakra aðila. Heildarmynd svæðisins er ávallt í fyrirrúmi, ekki einstakir aðilar. 

12. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 20. febrúar 2019, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Stekkjarans ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, stærra gistiheimili, að Ólafsbraut 55 í Ólafsvík, Snæfellsbæ. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leiti ofangreinda umsókn Stekkjarans ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, stærra gistiheimili, að Ólafsbraut 55 í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn. 

13. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 22. febrúar 2019, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn The Freezer ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki IV, gistiskáli og samkomusalur, að Hafnargötu 16 í Rifi, Snæfellsbæ. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leiti ofangreinda umsókn The Freezer ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki IV, gistiskáli og samkomusalur, að Hafnargötu 16 í Rifi, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn. 

14. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 22. febrúar 2019, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn The Freezer ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Snæfellsási 1 á Hellissandi, Snæfellsbæ. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leiti ofangreinda umsókn The Freezer ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Snæfellsási 1 á Hellissandi, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn. 

15. Beiðni um afsal forkaupsréttar Snæfellsbæjar að bátnum Ingibjörgu SH-174, skskrnr. 2615, skv. meðfylgjandi kauptilboði. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti sínum að bátnum Ingibjörgu SH-174. skipaskrárnúmer 2615, skv. skilmálum meðfylgjandi kauptilboðs. 

16. Tillaga að reglum vegna endurgreiðslu á kostnaði starfsfólks Snæfellsbæjar vegna líkamsræktar. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða meðfylgjandi tillögur að endurgreiðslureglum og samþykkti jafnframt að fela bæjarritara að koma þeim á framfæri við forstöðumenn til kynningar fyrir sitt starfsfólk. 

17. Bréf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga, dags. 20. febrúar 2019, varðandi skólaakstur við FSN á vorönn 2018. 

Lagt fram til kynningar. 

18. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. febrúar 2019, varðandi íbúasamráðsverkefni. 

Lagt fram til kynningar. 

19. Bréf frá Leigufélaginu Bríeti, dags. 1. mars 2019, varðandi nýtt félag. 

Lagt fram til kynningar. 

20. Sólarsport – aðstandendur Sólarsports mæta á fundinn kl. 17:00. 

Á fundinn mættu Sigurður Scheving og Marsibil K. Guðmundsdóttir fyrir hönd Sólarsports og voru þau boðin velkomin.  Fóru þau yfir hugmyndir sínar að breytingum á hæðinni fyrir ofan sundlaugina í Ólafsvík, til að hafa möguleika á að stækka það rými sem Sólarsport leigir í dag.  Véku þau svo af fundi og var þökkuð koman. 

Bæjarstjórn ræddi hugmyndirnar, og samþykkti samhljóða að fela tæknideild Snæfellsbæjar að skoða möguleikana í stöðunni. 

21. Leigusamningur um Pakkhúsið. 

Búið er að gera leigusamning við Rut Ragnarsdóttur um Pakkhúsið í Ólafsvík og var hann nú lagður fram til staðfestingar. 

22. Minnispunktar bæjarstjóra. 

  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit fyrstu tveggja mánuða ársins. 
  • Breytingar á álagningarprósentum fasteignagjalda fyrir árið 2020 hafa verið í skoðun og voru ákveðnar hugmyndir kynntar fyrir bæjarstjórn.  Nánari útfærsla verður unnin þegar fyrir liggur í júlí hver hækkun fasteignamats verður í sveitarfélaginu um áramótin 2019/2020 og verða kynntar fyrir bæjarstjórn á fyrsta fundi í september. 
  • Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum við sundlaugin á Lýsuhóli. 

Fundi slitið kl. 17:30