Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
320. fundur
11. apríl 2019 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 14:30 – 16:10.

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Gunnsteinn Sigurðsson, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomnaÓskaði hann eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 1. lið, fundargerð 304. fundar bæjarráðs frá 11. apríl 2019.  Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

1. Fundargerð 304. fundar bæjarráðs, dags. 11. apríl 2019. 

Fundargerð bæjarráðs var lögð fram og samþykkt samhljóða. 

2. Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2018. 

Frá Deloitte mættu Jónas Gestur Jónasson og Marínó Mortensen og voru þeir boðnir velkomnir. 

Ársreikningurinn er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélagaStarfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum en í B-hluta eru fyrirtæki sem eru í eigu sveitarfélagsins og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar, sem eru: Félagsheimilið Klif, Félagsheimilið Röst, Veitustofnanir Snæfellsbæjar, Hafnarsjóður Snæfellsbæjar, Húsnæðisnefnd Snæfellsbæjar, Leiguíbúðir með hlutareign og Dvalarheimilið Jaðar.

Fóru þeir Jónas Gestur og Marínó yfir helstu tölur í ársreikningi 2018.  Kom þar fram að rekstur Snæfellsbæjar hafi gengið vel á árinu og var rekstrarniðurstaðan töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða um 125,3 millj. króna í samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta.   

Segja má að rekstur Snæfellsbæjar hafi verið nánast á pari við fjárhagsáætlun og athygli vekur að allar stofnanir Snæfellsbæjar skila rekstri á eða undir áætlun, sem er mjög ánægjulegt og eiga forstöðumenn hrós skilið fyrir árangurinn. 

Helstu lykiltölur ársreiknings eru taldar hér: 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu um 2.511,3 millj. króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A- og B-hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 2.280,3 millj. króna. Rekstrartekjur A- hluta námu um 1.995,8 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.806,9 millj. króna. 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta var jákvæð um 125,3 millj. króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir kvæðri afkomu upp á 22,9 millj. króna. Rekstrarafkoman varð því töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða sem nemur 102,4 millj. króna.  Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð að fjárhæð 51,5 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri afkomu upp á 4,7 millj. króna. Afkoma A-hluta varð því betri sem nemur 56,2 millj. króna.  Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 3.507,1 millj. króna skv. efnahagsreikningi en þar af nam eigið fé A-hluta 2.672,1 millj. króna. 

Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu um 1.228,7 milljónum króna en starfsmannafjöldi sveitarfélagsins nam 142 stöðugildum í árslok. 

Veltufé frá rekstri var 259 millj. króna og veltufjárhlutfall er 1,55.  Handbært frá rekstri var 58,2 millj. króna. 

Heildareignir bæjarsjóðs námu um 4.212,6 millj. króna og heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi um 5.448,7 millj. króna í árslok 2018. Heildarskuldir bæjarsjóðs námu um 1.540,4 millj. króna og í samanteknum ársreikningi um 1.941,6 millj. króna, og hækkuðu þar með milli ára um 180,7 milljónir.   

Eigið fé bæjarsjóðs nam um 2.672,1 millj. króna og eigið fé í samanteknum reikningsskilum nam um 3.507,1 millj. króna í árslok 2018.  Eiginfjárhlutfall er 63,43 % á á árinu 2018 en var 65,89% árið áður. 

Snæfellsbær fjárfesti á árinu fyrir 369 milljónir í varanlegum rekstrarfjármunum og tók ný lán á árinu 2018 upp á 328,5 milljónir.  Greidd voru niður lán að fjárhæð 156,6 milljónir.  Rétt er að taka það fram að stærstur hluti þessarar lántöku, eða kr. 178.502.037.- var tekinn vegna uppgreiðslu á samningi milli ríkissjóðs og Snæfellsbæjar um uppgjör lífeyrisskuldbindinga í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga. 

Hlutfall reglulegra tekna af heildarskuldum og skuldbindingum er 70,41% hjá sjóðum A-hluta, en var 62,95% árið 2017, og 71,48% í samanteknum ársreikningi en var 69,49% árið 2018.  Skv. 64. gr. 2. málsgr. sveitarstjórnarlaga á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%.  Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar verður því að teljast afar góð. 

Svöruðu endurskoðendur spurningum bæjarfulltrúa og varð nokkur umræða um reikninginn að yfirferð lokinni.   

Var nú endurskoðendum þökkuð koman og véku þeir af fundi.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa ársreikningi Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2018, til síðari umræðu í bæjarstjórn fimmtudaginn 9. maí 2019. 

3. Fundargerð 303. fundar bæjarráðs, dags. 27. mars 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

4. Fundargerðir fræðslunefndar, dags. 25. febrúar, 2. apríl og 8. apríl 2019. 

Gunnsteinn vék af fundi undir þessum lið. 

Bæjarstjórn óskar Grunnskóla Snæfellsbæjar til hamingju með grænfánann á Lýsuhóli. 

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða. 

Gunnsteinn kom aftur inn á fund. 

5. Fundargerð 182. fundar menningarnefndar, dags. 25. mars 2019. 

Bæjarstjórn bendir nefndinni á að það þarf að senda formlegt bréf til bæjarstjórnar vegna fjárútláta utan fjárhagsáætlunar. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

6. Fundargerðir velferðarnefndar, dags. 11. mars og 2. apríl 2019. 

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

7. Fundargerð 125. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 28. mars 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

8. Fundargerðir 180. og 181. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 12. mars og 2. apríl 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

9. Fundargerð 56. stjórnarfundar Jeratúns ehf., dags. 14. mars 2019, ásamt ársreikningi 2018. 

Lagt fram til kynningar. 

10. Fundargerð 411. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 22. mars 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

11. Fundargerð 869. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. mars 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

12. Fundargerð aðalfundar Búnaðarfélags Staðarsveitar, dags. 28. mars 2019, ásamt ályktunum félagsins, annars vegar varðandi ósk um að stofnanir Snæfellsbæjar fái sem mest af góðum innlendum landbúnaðarafurðum og hins vegar varðandi þau umhverfisverkefni sem verið hafa í gangi. 

Lagt fram til kynningar. 

13. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 27. mars 2019, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Boðvíkur ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, að Jaðri 11 á Arnarstapa, Snæfellsbæ. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leiti ofangreinda umsókn Boðvíkur ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, að Jaðri 11 á Arnarstapa, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn. 

14. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 2. apríl 2019, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Hellna ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, að Kjarvalströð 1 á Hellnum, Snæfellsbæ. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leiti ofangreinda umsókn Hellna ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, að Kjarvalströð 1 á Hellnum, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn. 

15. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 2. apríl 2019, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Hellna ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, að Kjarvalströð 14 á Hellnum, Snæfellsbæ. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leiti ofangreinda umsókn Hellna ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, að Kjarvalströð 14 á Hellnum, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn. 

16. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 3. apríl 2019, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Verslunarinnar Hrundar ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir, að Mýrarholt 5 í Ólafsvík, Snæfellsbæ. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leiti ofangreinda umsókn Verslunarinnar Hrundar ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir, að Mýrarholti 5 í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn. 

17. Bréf frá N4 Sjónvarp, dags. 8. apríl 2019, varðandi ósk um samstarf við Snæfellsbæ um gerð þáttaraðarinnar Að vestan árið 2019. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 500.000.- 

18. Bréf frá skipulags- og byggingafulltrúa, dags. 8. apríl 2019, varðandi samþykki bæjarstjórnar á endurauglýsingu deiliskipulags vegna ferðaþjónustu á Arnarfelli. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða endurauglýsingu deiliskipulags vegna ferðaþjónustu á Arnarfelli. 

19. Bréf frá fræðslunefnd, dags. 8. apríl 2019, varðandi eldvarnarhurðir á leikskólanum Kríubóli. 

Gunnsteinn vék af fundi undir þessum lið. 

Á hverju ári er leikskólastjóra úthlutað fjárframlagi til framkvæmda og viðhalds á leikskólunum.  Leikskólastjóra er jafnframt falið að forgangsraða þeim verkefnum sem fyrir liggja innan þess fjárramma sem henni er úthlutað.  Bæjarstjórn telur að eldvarnarhurðir og brunakerfi hljóti að falla undir forgang og lýsir því furðu sinni á því að ekki sé enn búið að fara í þessar framkvæmdir.  

Bæjarstjórn samþykkti að fela leikskólastjóra og umsjónarmanni fasteigna að ganga í þetta mál og gefa bæjarstjórn skýrslu þegar verki er lokið. 

20. Bréf frá leikskólastjóra, dags. 9. apríl 2019, varðandi tímasetningu skólaslita Grunnskóla Snæfellsbæjar. 

Bæjarstjórn hefur ekki skipt sér af tímasetningu skólaslita grunnskólans, en það er alveg í höndum skólastjóra. 

Gunnsteinn kom nú aftur inn á fund. 

21. Bréf frá skipulags- og byggingafulltrúa, ódags., varðandi lækkun á umferðarhraða og fjölgun umferðarmerkja. 

Lagt fram til kynningar. 

22. Áætlun um tekjur og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

23. Bréf frá Þjóðskjalasafni Íslands, dags. 27. mars 2019, varðandi tilmæli vegna skjalavörslu og skjalastjórnun í Snæfellsbæ. 

Lagt fram til kynningar. 

24. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 4. apríl 2019, varðandi akstursþjónustu fyrir fatlað fólk 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

25. Yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. apríl 2019, varðandi lífskjarasamninga 2019-2022. 

Lagt fram til kynningar. 

26. Bréf frá Brunabót, dags. 25. mars 2019, varðandi styrktarsjóð EBÍ 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

27. Fréttatilkynning afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. 

Lagt fram til kynningar. 

28. Húsnæðisáætlun Snæfellsbæjar 2019-2027. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða húsnæðisáætlun Snæfelslbæjar 2019-2027. 

29. Jafnréttisáætlun Snæfellsbæjar 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða jafnréttisáætlun Snæfellsbæjar. 

30. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum við Lýsuhólslaug.
  • Bæjarstjori sagði frá því að bæjarstjón þyrfti að kjósa tvo varamenn í fulltrúaráð Svæðisgarðsins. Tillaga kom um Svandísi Jónu og Rögnvald. Tillagan samþykkt samhljóða.
  • Snæfellsbær verður 25 ára núna um miðjan júní.
  • Bæjarstjóri sagði frá því að Peter Lang verði með opið hús í Líkn sunnudaginn 28. apríl nk.
  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit fyrstu þriggja mánaða ársins.
  • Bæjarstjóri fór yfir hjúkrunar- og dvalarrými á Jaðri.
  • Bæjarstjóri fór yfir hundamál í Snæfellsbæ.

Fundi slitið kl. 16:10.