Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
321. fundur
9. maí 2019 frá kl. 15.00 – 17:31

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Michael Gluzsuk, Gunnsteinn Sigurðsson (í fjarveru SJS), Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna. Óskaði hann eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 24. lið fundargerð 130. fundar hafnarstjórnar.  Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

1. Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2018. 

Endurskoðendur Snæfellsbæjar, Hólmgrímur Bjarnason og Marinó Mortensen, mættu á fundinn og voru þeir boðnir velkomnir.  Gerðu þeir grein fyrir helstu atriðum ársreikningsins, ásamt því að fara yfir samanburðartölur milli sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða ársreikning Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2018 og voru þeir að því loknu undirritaðir. 

Var endurskoðendum þökkuð koman og viku þeir nú af fundi. 

2. Sigurður Scheving og Marsibil Katrín Guðmundsdóttir mæta á fundinn kl. 16:00, til að ræða málefni Sólarsports ehf. 

Skilaboð bárust frá Sigurði og Marsibil um það að þar sem Sigurður væri á sjó þá kæmust þau ekki til fundar við bæjarstjórn í dag. 

3. Fundargerð öldungaráðs, dags. 23. apríl 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

4. Fundargerð 126. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 6. maí 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

5. Fundargerð aðalfundar Jeratúns ehf., dags. 29. apríl 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

6. Fundargerð 412. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 10. apríl 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

7. Fundargerð 870. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. apríl 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

8. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 12. apríl 2019, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Sædrottningarinnar ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Grundarbraut 8 í Ólafsvík, Snæfellsbæ. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leiti ofangreinda umsókn Sædrottningarinnar ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Grundarbraut 8 í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn. 

9. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 11. apríl 2019, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Sölvahamars slf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, sumarhús, að Sölvaslóð 1 á Arnarstapa, Snæfellsbæ. 

Bæjarstjórn getur enn ekki veitt umsögn um ofangreinda umsókn þar sem ekkert byggingarleyfi er til fyrir húsið og það ekki skráð í fasteignaskrá. 

10. Tölvubréf frá Origo ehf., dags. 11. apríl 2019, varðandi tilboð í hljóðkerfi í íþróttahúsið í Ólafsvík. 

Bæjarstjórn samþykkti að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skoða þetta betur í samvinnu við forseta bæjarstjórnar og leggja nýja tillögu fyrir fjárhagsáætlunargerð ársins 2020. 

11. Tillaga frá öldungaráði, varðandi afslátt fasteignaskatts fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2020. Það má hins vegar taka það fram að við gerð fjárhagsáætlunar 2019 var afsláttur til eldri borgara hækkaður töluvert og samræmdur við önnur sveitarfélög á Snæfellsnesi, þ.e. Grundarfjörð og Stykkishólm.  Hámarksafsláttur var þá hækkaður um 43%, eða úr 70.000.- í 100.000.- og tekjumörk afsláttar voru hækkuð á bilinu 15-20% 

12. Tillaga frá öldungaráði, varðandi húsnæðismál eldri borgara í Snæfellsbæ. 

Bæjarstjórn þakkar erindið og samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að athuga með hvaða hætti best sé að standa að könnun sem þessari ef slík könnun yrði gerð. 

13. Bréf frá Margréti Bj. Björnsdóttur, dags. 12. apríl 2019, varðandi tilnefningu áfangastaðafulltrúa fyrir Snæfellsbæ. 

Tillaga kom um Heimi Berg Vilhjálmsson og var tillagan samþykkt samhljóða. 

14. Bréf frá HSH, dags. 6. maí 2019, varðandi ungmennaráð HSH. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. 

15. Bréf frá Elvu Hreiðarsdóttur, dags. 28. apríl 2019, varðandi styrk vegna myndlistarnámskeiðs fyrir börn og unglinga í Hvíta húsinu sumarið 2019. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita styrk til verkefnisins sem svarar um helmingi námskeiðs-kostnaðar hvers nemenda, þó aldrei meira en kr. 200.000.- 

16. Bréf frá Vestmanna Kommuna, dags. 7. maí 2019, varðandi Vinarbýarvitjan í júní 2019. 

Bæjarstjórn er mjög jákvæð fyrir heimsókn til Vestmanna, en telur fyrirvarann heldur skammann og óskar eftir því við Vestmanna Kommuna að ferðinni verði frestað til hausts. 

17. Bréf frá Reyni Ingibjartssyni, dags. í apríl 2019, varðandi fjárstuðning við ljósmyndasýninguna „Samvinnuhús“ á árinu 2019. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að hafna erindinu. 

18. Bréf frá Guðjóni Bragasyni, dags. 17. apríl 2019, varðandi ný lög um opinber innkaup. 

Lagt fram til kynningar. 

19. Bréf frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, dags. 3. maí 2019, varðandi ný lög um opinber innkaup og breytingar er varða sveitarfélög. 

Lagt fram til kynningar. 

20. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dags. 17. apríl 2019, varðandi arðgreiðslu 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

21. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., ódags., varðandi breytingu á vöxtum verðtryggðra útlána. 

Lagt fram til kynningar. 

22. Bréf frá Vesturlandsvaktinni, dags. 12. apríl 2019, varðandi söfnun á sjúkrarúmum fyrir HVE. 

Lagt fram til kynningar. 

23. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 23. apríl 2019, varðandi breytingar á reglum um fjármál sveitarfélaga. 

Lagt fram til kynningar. 

24. Fundargerð 130. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 8. maí 2019. 

Bæjarstjórn vill koma því á framfæri að fundargögn þurfa að berast tveimur sólarhringum fyrir bæjarstjórnarfundi og óskar eftir því við hafnarstjórn að næstu fundargerðir berist með lengri fyrirvara. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

25. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri ræddi málefni Jaðars. 
  • Bæjarstjóri ræddi málefni vatnsverksmiðjunnar í Rifi. 
  • Bæjarstjóri ræddi um Lýsuhólslaug. 
  • Bæjarstjóri sagði frá því hversu vel gekk í strandhreinsuninni um síðustu helgi.  Það söfnuðust 7,8 tonn af rusli á þeim stöðum sem hreinsaðir voru í Snæfellsbæ. 
  • Peter Lang kom með málverk um helgina sem hann gaf Snæfellsbæ. 
  • Hluti bæjarstjórnarmanna fór í ferð til Danmerkur á vegum SSV í vikunni eftir páska. 
  • Bæjarstjóri sagði frá útboði á gatnagerð í Sandholtinu í Ólafsvík. 
  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit marsmánaðar. 
  • Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsstöðu stofnana fyrstu þriggja mánaða ársins. 

Fundi slitið kl. 17:31