Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
322. fundur
6. júní 2019 í Félagsheimilinu á Lýsuhóli frá kl. 16.00 – 18:00

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Örvar Már Marteinsson (í fjarveru AK), Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna. Óskaði hann eftir því að fá að taka inn með afbrigðum sem 25. lið, bréf frá Arnaldi Mána Finnssyni, varðandi styrk. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

1. Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs. 

Tillaga kom um Björn H Hilmarsson.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs. 

Tillaga kom um Svandísi Jónu Sigurðardóttur sem fyrsta varaforseta og Júníönu Björg Óttarsdóttur sem annan varaforseta. 

Tillagan var samþykkt samhljóða.

3. Kosning þriggja aðila og jafnmargra til vara í bæjarráð til eins árs. 

Tillaga kom um eftirfarandi: 

Aðalmenn, varamenn 

Júníana Björg Óttarsdóttir, Björn Haraldur Hilmarsson 

Rögnvaldur Ólafsson, Auður Kjartansdóttir 

Svandís Jóna Sigurðardóttir, Fríða Sveinsdóttir 

Tillagan samþykkt samhljóða.

4. Fundargerðir ungmennaráðs, dags. 20. mars og 15. maí 2019. 

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða. 

5. Fundargerð 86. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 16. maí 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

6. Fundargerð 183. fundar menningarnefndar, dags. 21. maí 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

7. Fundargerð stjórnar Jaðars, dags. 27. maí 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

8. Fundargerð 127. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 31. maí 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

9. Fundargerð 182. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 7. maí 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

10. Fundargerð 413. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 15. maí 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

11. Fundargerð 871. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. maí 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

12. Bréf frá Kára Viðarssyni, dags. 24. maí 2019, varðandi leyfi til að láta mála vegglistaverk á einn af bakveggjum Félagsheimilisins Rastar á Hellissandi. 

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða. 

13. Bréf frá Kára Viðarssyni, dags. 23. maí 2019, varðandi upplýsingaskilti á Hellissandi. 

Lagt fram til kynningar. 

14. Bréf frá Félagi eldri borgara í Snæfellsbæ, dags. 14. maí 2019, varðandi ósk um niðurfellingu á húsaleigu í Klifi vegna jólabasars þann 24. nóvember n.k. 

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða, enda fellur það undir reglur bæjarstjórnar um niðurfellingu á húsaleigu félagsheimilanna. Bæjarstjórn tekur fram að niðurfellingin á einungis við um leigu, en ekki þrif, gjöld eða annan þann kostnað sem til gæti fallið. 

15. Bréf frá Árna Guðjóni Aðalsteinssyni og Laufeyju Helgu Árnadóttur, varðandi Sáið í Ólafsvík. 

Bæjarstjórn þakkar bréfið og hugmyndirnar, sem falla vel að þeim hugmyndum sem hafa komið fram í framkvæmdaáætlun bæjarstjórnar.  Nú þegar er búið að setja ærslabelginn niður á lóðinni við heilsugæsluna. 

16. Bréf frá Þórði Runólfssyni, f.h. Ferðamálasamtaka Snæfellsness, dags. 3. júní 2019, varðandi Gestastofu Snæfellsness á Breiðabliki. 

Bæjarstjórn vill leiðrétta þann misskilning sem fram kemur í bréfi Ferðamálasamtaka Snæfellsness að það sé ætlun Svæðisgarðsins að reka markað með vörur í gestastofunni að Breiðabliki.  Starfsemi Svæðisgarðsins Snæfellsness á Breiðabliki er einvörðungu sú að kynna Snæfellsnes, náttúru þess, menningu og sögu.  Svæðisgarðurinn sér um upplýsingaöflun varðandi áningastaði, gæðamál og öryggisatriði er varða ferðalög um Snæfellsnes ásamt því að miðla upplýsingum varðandi ferðaþjónustuaðila á Snæfellsnesi til þeirra gesta sem sækja Snæfellsnesið heim.  Svæðisgarðurinn hefur jafnframt veitt stoðþjónustu við viðburði og uppbyggingar- og framfæraverkefni á Snæfellsnesi. 

Sá styrkur sem sótt var um fékkst til að lagfæra og betrumbæta húsnæðið á Breiðabliki.  Eyja- og Miklaholtshreppur á húsið og sér um þessar framkvæmdir.  Það má líka taka fram að á Breiðabliki eru almenningssalerni sem Eyja- og Miklaholtshreppur rekur.  Þau eru opin allan sólarhringinn, allt árið um kring. 

Húsið er stórt og Svæðisgarðurinn hefur ekki þörf fyrir það að nýta það allt undir gestastofuna.  Til að fá inn tekjur á húsið svo hægt sé að reka það sómasamlega án þess að innheimta meiri þjónustugjöld af ferðaþjónustuaðilum, var ákveðið að leigja út hluta af húsinu undir aðra starfsemi.  Eldhúsið, ásamt hluta af veitingasal, hefur verið auglýst til leigu fyrir rekstur á markaði með handverk og matvörur úr heimahéraði.  Leigan verður á markaðsverði, og það sama má segja um skrifstofurými sem í húsinu er, en það er fyrirhugað að leigja út þegar það er tilbúið. 

17. Bréf frá Forum Lögmenn, dags. 22. maí 2019, varðandi ósk um afturköllun á stöðuleyfi fyrir Möns ehf. á Arnarstapa. 

Bæjarstjórn telur ekki vera forsendur fyrir því að afturkalla stöðuleyfi það sem veitt var matsöluvagninum Möns ehf. við Fellaslóð 6 á Arnarstapa. 

Í fyrsta lagi, þá hefur Vegagerðin ekki gert neinar athugasemdir við byggingarlóðir og stöðuleyfis-umsóknir á Arnarstapa.  Vegagerðin fékk deiliskipulagið til umsagnar árið 2016 og gerði þá engar athugasemdir.  Aftur var Vegagerðinni sent deiliskipulagið til umsagnar árið 2018 þegar húsum við Arnarstapa var breytt, en þá voru lóðirnar við veginn inni á skipulagssvæðinu.  Engar athugasemdir bárust í það skipti heldur. 

Í öðru lagi, þá voru eldri reglur sendar með stöðuleyfisveitingum í vor þegar frá þeim var gengið.  Í þeim reglum var stöðuleyfishafa heimilt að hafa tvö borð eða bekki við vagn sinn.  Þegar þetta kom í ljós var það leiðrétt og stöðuleyfishafa gefin vika til að fjarlægja þá bekki sem komnir voru.  Brást stöðuleyfishafi vel við og voru bekkirnir fjarlægðir innan þess frests sem var gefinn. 

Í þriðja lagi telur bæjarstjórn að söluvagn Möns ehf. Stingi ekki meira í stúf við umhverfið en góðu hófi gegnir og telur þá skoðun umbjóðenda þinna ekki á nægilegum rökum reist til að afturkalla stöðuleyfið. 

18. Bréf frá verkefnisstjóra Umhverfisvottunar Snæfellsness, dags. 13. maí 2019, varðandi Framkvæmdaáætlun 2019-2023. 

Bæjarstjórn samþykkti framkvæmdaáætlun 2019-2023 samhljóða. 

19. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélags, dags. 24. maí 2019, varðandi samstarfsvettvang sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál. 

Lagt fram til kynningar. 

20. Bréf frá UNICEF, dags. 22. maí 2019, varðandi hvatningu til sveitarfélaganna til að að setja sér heildstætt og samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. 

Lagt fram til kynningar. 

21. Þakkarbréf frá HSH, dags. 20. maí 2019. 

Bæjarstjórn lýsti yfir ánægju sinni með aukið og gott starf HSH undanfarið. 

22. Bréf frá Heilbrigðisráðuneytinu, dags. 15. apríl 2019, varðandi svar við beiðni um fjölgun hjúkrunarrýma á Jaðri. 

Lagt fram til kynningar. 

23. Bréf frá byggingarfulltrúa, dags. 8. maí 2019, varðandi afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar á erindi frá Breiðafjarðarnefnd sem vísað var til nefndarinnar frá bæjarstjórn. 

Bæjarstjórn tók jákvætt í erindi Breiðafjarðarnefndar og samþykkti samhljóða að tilefni væri til að skoða þetta nánar. 

24. Umboð til bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar. 

Forseti bæjarstjórnar gerði það að tillögu sinni að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði fimmtudaginn 5. september n.k. og að bæjarráði verði veitt fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Snæfellsbæjar. 

Tillagan samþykkt samhljóða.

25. Bréf frá sr. Arnaldi Mána Finnssyni, dags. 4. júní 2019, varðandi ósk um styrk frá Snæfellsbæ vegna viðhalds og endurbóta á altaristöflu Hellnakirkju. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að styrkja verkefnið um umbeðna upphæð, kr. 400.000.- 

26. Minnispunktar bæjarstjóra. 

  • Töluverð umræða varð um hraðahindranir sem fjarlægðar hafa verið úr Sandholtinu og Skálholtinu.  Samþykkt var með 5 atkvæðum að láta setja hraðahrindranirnar upp aftur. Mikki og Fríða sátu hjá. 
  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit ársins. 
  • Bæjarstjóri fór yfir málefni vatnsverksmiðjunnar í Rifi. 
  • Ærslabelgirnir eru komnir upp í Ólafsvík og á Hellissandi. 
  • Vinnuskólinn er byrjaður og fer vel af stað. 
  • Bæjarstjóri lagði fram lista yfir fyrirhugaðar malbiksframkvæmdir í sumar. 
  • Bæjarstjórn fór að loknum fundi í skoðunarferð um sundlaugarsvæðið og vill koma á framfæri kæru þakklæti til Sigrúnar, húsvarðar, fyrir fundaraðstöðuna og frábærar veitingar á fundi. 

Fundi slitið kl. 18:00