Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
323. fundur
5. september 2019 frá kl. 12.00 – 16:00.

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna. Óskaði hann eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 21. lið, fundargerð 131. fundar hafnarstjórnar og sem 22. lið bréf frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Var það samþykkt og að svo búnu gengið til boðaðrar dagskrár.

1. Fundargerðir 305., 306. og 307. fundar bæjarráðs, dags. 20. júní, 18. júlí og 20. ágúst 2019.

Athugasemd kom um 8. lið fundargerðar 306. fundar. Var erindið rætt og að því loknu samþykkti bæjarstjórn samhljóða að vera með í samstarfi sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Bæjarstjórn samþykkti fundargerðir samhljóða.

2. Fundargerð 129. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 30. ágúst 2019.

Bæjarstjórn samþykkti fundargerðina samhljóða.

3. Fundargerð 184. fundar menningarnefndar, dags. 29. ágúst 2019.

Bæjarstjórn samþykkti fundargerðina samhljóða.

4. Fundargerð 57. stjórnarfundar Jeratúns, dags. 19. ágúst 2019.

Lagt fram til kynningar.

5. Fundargerð 53. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 21. ágúst 2019.

Lagt fram til kynningar.

6. Fundargerð 414. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 28. ágúst 2019.

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 2. september 2019, varðandi haustþing SSV.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf frá Hilmari Má Arasyni, dags. 28. ágúst 2019, varðandi boð til bæjarstjórnar um heimsókn í skógræktina í Ólafsvík.

Bæjarstjórn þakkar boðið og þiggur það. Stefnt er að því að heimsækja skógræktina laugardaginn 14. september kl. 10:00.

9. Bréf frá eigendum nokkurra jarða á Mýrum, dags. 26. ágúst 2019, varðandi fjölgun meindýra vegna kvóta á veiðum og urðunarsvæðisins á Fíflholtum.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf frá Oliver ehf., dags. 23. ágúst 2019, varðandi ósk um að Snæfellsbær falli frá forkaupsrétti á bátnum Rá SH-308, skipaskrárnr. 2419.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að falla frá forkaupsrétti að bátnum Rá SH-308, skipaskrárnr. 2419.

11. Bréf frá Birgi Tryggvasyni, dags. 31. ágúst 2019, varðandi úrsögn úr umhverfis- og skipulagsnefnd.

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða.

Tillaga kom um Michael Gluszuk í hans stað og var það samþykkt samhjóða.

12. Bréf frá Rebekku Unnarsdóttur, dags. 2. september 2019, varðandi ósk um niðurfellingu á húsaleigu í Klifi vegna fjölmenningarhátíðar þann 20. október n.k.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða styrk til niðurgreiðslu á húsaleigu í Klifi.

13. Bréf frá Samtökum grænkera á Íslandi, dags. 20. ágúst 2019, varðandi áskorun til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga á Íslandi um að draga úr neyslu dýraafurða í mötuneytum.

Öll mötuneyti á vegum Snæfellsbæjar starfa í samræði við lýðheilsustefnu landlæknisembættisins og þar er boðið upp á fjölbreytt og hollt fæði.

14. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 27. ágúst 2019, varðandi dag um fórnarlömb umferðarslysa.

Lagt fram til kynningar.

15. Bréf frá framkvæmdastjóra SSV, dags. 12. júlí 2019, varðandi greinargerð SSV um skipulags- og byggingarmál á Snæfellsnesi. Áður tekið fyrir í bæjarráði og vísað þaðan til bæjarstjórnar.

Bæjarstjóri fór yfir málið. Eins og stendur sér bæjarstjórn ekki að það sé til hagsbóta fyrir Snæfellsbæ að taka þátt í sameiningu tæknideilda sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.

16. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. ágúst 2019, varðandi stefnumótunarfund Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.

Bæjarstjóri mun mæta á fundinn fyrir hönd Snæfellsbæjar.

17. Bréf frá Persónuvernd, dags. 26. ágúst 2019, varðandi úttekt persónuverndar á tilnefningu persónuverndarfulltrúa.

Lagt fram til kynningar.

18. Jafnlaunastefna Snæfellsbæjar.

Bæjarstjórn samþykkti jafnlaunastefnuna samhljóða.

19. Jafnréttisáætlun Snæfellsbæjar.

Bæjarstjórn samþykkti jafnréttisáætlunina samhljóða.

20. Drög að fundarplani bæjarstjórnar haustið 2019.

Ein breytingartillaga kom fram og samþykkt að færa nóvemberfund bæjarstjórnar til 14. nóvember.

21. Fundargerð 131. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 29. ágúst 2019.

Bæjarstjórn samþykkti fundargerðina samhljóða.

22. Bréf frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, dags. 28. ágúst 2019, varðandi ósk um styrk í formi niðurfellingar á leigu í Klifi vegna landsæfingar björgunarsveitanna þann 5. október n.k.

Bæjarstjórn telur afar ánægjulegt að landsæfing björgunarsveitanna verði haldin í Snæfellsbæ í þetta sinn. Hins vegar falla samkomur sem þessar ekki undir reglur Snæfellsbæjar um niðurfellingu á leigu í félagsheimilum. Bæjarstjórn beinir því til Landsbjargar að sækja frekar um styrk vegna æfingarinnar sjálfrar.

23. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri fór yfir malbikunarframkvæmdir í sumar.
  • Bæjarstjóri fór yfir fyrirhugaðar gangstéttaframkvæmdir.
  • Bæjarstjóri fór yfir framkvæmdirnar í Sandholtinu í sumar.
  • Bæjarstjóri fór yfir framkvæmdir við vatnsveituna á Arnarstapa.
  • Bæjarstjóri fór yfir málefni vatnsverksmiðjunnar í Rifi.
  • Bæjarstjóri sagði frá vettvangsferð um Hellissand með landslagsarkitekt.
  • Bæjarstjóri sagði frá fundi með sveitastjórum og forsvarsmönnum HVE í vikunni.
  • Bæjarstjóri sagði frá notkun og kostnaði við varmadælu í Ráðhúsinu.
  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit janúar – ágúst.
  • Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsyfirlit stofnana.
  • Bæjarstjórn ræddi fyrirhugaða staðsetningu á hleðslu sem Lionsklúbbur Nesþinga ætlar að hlaða á Hellissandi. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela tæknideildinni að ræða við Lionsklúbbinn um breytta staðsetningu sem myndi henta betur.
  • Bæjarstjórn sagði frá ferð sinni til Vestmanna í Færeyjum.

Fundi slitið kl. 16:00.